« Engin merki um aukinn mæðradauða í El Salvador vegna banns við fósturdeyðingum; og um vefinn Krist.blog.isBoëthius: Quod mundus stabili fide »

29.09.09

Merkur vefur með kardínálum kirkjunnar – og um ofsóttan biskup tékkneskan: Stepán Trochta

Mjög fræðandi vefur um kardínála kaþólsku kirkjunnar reynist vera HÉR, og spannar hann yfir heil 1897 ár. Þar eru ýmsar vefslóðir til upplýsingar um þá, m.a. þessi listi í tímaröð frá árinu 112 til 2009; þar má síðan smella á nafn-línu hvers kardínála til að sjá æviágrip hans. Svo eru þarna ennfremur heil æviágrip þeirra á tímabilinu 999–2009, rúmum þúsund árum,

þar eru þeir í stafrófsröð, t.d. eru þeir, sem heita eftirnafni sem byrjar á B, hér (og taki menn vel eftir, geta þeir svo skipt út staka b-inu í netslóðinni fyrir hvaða staf annan sem velja skal).

Vefur þessi er gerður af Salvador Miranda. Hefur hann fengið yfir 1100 þúsund gesti frá ársbyrjun 2002. Hann hlaut á yfirstandandi ári þessi virtu verðlaun:

Ég kynntist þessum vef, þegar ég var að leita mér upplýsinga um tékkneskan biskupStepán Trochta (1905–1974), sem hafði þá sögu að baki að hafa verið ofsóttur bæði af nazistum og kommúnistum og sat lengi ævinnar í nauðungarbúðum og fangelsi. Frásögn, umfram allt af honum, en einnig nokkrum helztu þjóðarleiðtogum Tékkóslóvakíu, birtist í fyrradag á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka: Orð að sönnu um leppríkja-útgáfuna af sósíalisma; páfinn í Tékklandi, og eru þar myndir af þeim öllum. Í þessari heimild kemur fram, að hann er meðal nokkurra Tékka, sem óskað er eftir að verði lýstir blessaðir (beatificati).

Hér er einnig gagnlegur vefur: Die Apostolische Nachfolge, um kaþólska biskupa í löndum heims, þar á meðal þessi listi um tékkneska og slóvakíska biskupa (með myndum).

PS. Hér er íslenzki þátturinn, einn sá minnsti á vefnum um biskupana:

Reykjavík (1056; 1106/1854/1869/1892 Danimarca; cf. Kobenhavn/1923 Islanda/1929 Island, Islanda [Islanda bis 1958]/1968 Reykjavík)

1923 - 1941 Präfekt Martin Meulenberg, S. M. M., 1929 Präfekt Bf., 1929 Vikar Bf.

1942 - 1967 Vikar Bf. Jóhannes Gunnarsson, S. M. M.

1968 - 1986 Bischof Hendrik Hubert Frehen, S. M. M.

1987 - 1994 Bischof Alfred James Jolson, S. I.

1996 - 2007 Bischof Joannes Baptist Matthijs Gijsen

2007 - . . . . Bischof Pierre Bürcher

1967 - 1968 Administrator EB John Baptist Hubert Theunissen, S. M. M.

1995 - 1996 Administrator Bf. Joannes Baptist Matthijs Gijsen

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér fyrir upplýsandi efni, bróðir Jón Valur.

30.09.09 @ 07:13
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

multiple blogs