« Trúin og skólinnLjómi barnsins - nýr jólatexti við þekkt lag »

19.12.07

  17:02:46, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 187 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúin og menningin

Merki krossins 2. hefti 2007 er komið út

2. hefti þessa árs af Merki krossins er komið út. Meðal efnis er grein eftir Pétur Pétursson prófessor: Endurskoðun afhelgunar Evrópu. Einnig eru greinarnar Leiðarlýsing og áfangastaðir Nikulásar ábóta á leið frá Róm til Jerúsalem eftir Örn Bjarnason, grein um norræna menn í Norður-Ameríku eftir Edward Booth O.P, viðtal við Monsignor Georg Ganswein, einkaritara Benedikts páfa XVI og frásögn af predikun sem ekki mátti flytja í Landakoti á fyrstu árum kaþólsku kirkjunnar hérlendis.

Ástæða er til að vekja athygli á þessu vandaða tímariti. Merki krossins er gefið út af kaþólsku kirkjunni á Íslandi og prentað hjá GuðjónÓ ehf. Ritstjóri er Þorkell Örn Ólason. Í ritnefnd eru Torfi Ólafsson, Kári Bjarnason, Gunnar F. Guðmundsson, Pétur Urbancic og Edward Booth O.P. Afgreiðsla ritsins er á biskupsstofu, Hávallagötu 14, 101 Reykjavík, sími 552-7991 og er þar einnig tekið á móti áskriftargjöldum sem eru 1200 krónur fyrir tvö blöð árlega og kostar hvert blað 700 kr. í lausasölu.

Heimild: Merki krossins 2. hefti 2007 bls. 1

No feedback yet