« Albert Einstein: Skynjun hins dulúðuga er rót allra vísinda | Skóli í Betlehem þarf að rífa mötuneytið vegna öryggisveggsins » |
2. hefti 2006 af Merki krossins tímariti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi er komið út. Meðal efnis er erindi Benedikts páfa XVI í Regensburg frá því í september, opið bréf til páfa frá múslímskum fræðimönnum, greinar efir Árna Þ. Árnason og Edward Booth O.P. , viðtal við Gunnar J. Friðriksson, ljóð og orðasafn.
Merki krossins er gefið út af kaþólsku kirkjunni á Íslandi og prentað hjá GuðjónÓ ehf. Ritstjóri er Þorkell Örn Ólason. Í ritnefnd eru Torfi Ólafsson, Kári Bjarnason, Gunnar F. Guðmundsson, Pétur Urbancic og Edward Booth O.P. Afgreiðsla ritsins er á biskupsstofu, Hávallagötu 14, 101 Reykjavík, sími 552-7991 og er þar einnig tekið á móti áskriftargjöldum sem eru 1200 krónur fyrir tvö blöð árlega og kostar hvert blað 700 kr. í lausasölu.
Heimild: Merki krossins 2. hefti 2006 bls. 1