« Fjórði Íslendingurinn gengur í reglu MölturiddaraÍrland: Umræða um hjónabandið nauðsynleg »

30.08.07

  17:08:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 202 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúin og menningin

Merki krossins 1. hefti 2007 er komið út

1. hefti þessa árs af Merki krossins er komið út. Meðal efnis er ávarp Chrisophs Schönborn kardínála og erkibiskups í Vínarborg þann 13. apríl 2007 í Vatíkaninu, í tilefni af nýrri bók páfa um Jesú frá Nasaret, tvær greinar eftir Örn Bjarnason, Róm og Rómarvegir og Áfangastaðir Nikulásar ábóta í Róm. Síðari greinin er framhald af grein Arnar sem birtist í 1. h. Merkis krossins 2004, þar sem sagði frá viðkomustöðum ábóta á leið hans suður Evrópu. Einnig er og grein eftir Gunnar F. Guðmundsson Nonni og Manni - Helgisaga um bræður tvo.

Ástæða er til að vekja athygli á þessu vandaða tímariti. Merki krossins er gefið út af kaþólsku kirkjunni á Íslandi og prentað hjá GuðjónÓ ehf. Ritstjóri er Þorkell Örn Ólason. Í ritnefnd eru Torfi Ólafsson, Kári Bjarnason, Gunnar F. Guðmundsson, Pétur Urbancic og Edward Booth O.P. Afgreiðsla ritsins er á biskupsstofu, Hávallagötu 14, 101 Reykjavík, sími 552-7991 og er þar einnig tekið á móti áskriftargjöldum sem eru 1200 krónur fyrir tvö blöð árlega og kostar hvert blað 700 kr. í lausasölu.

Heimild: Merki krossins 1. hefti 2007 bls. 1

No feedback yet