« Sprengjutilræði við kaþólska kirkju á Filippseyjum | Kristnir og múslimar sameinast í umhverfisvernd » |
Asianews.it - Páfagarði. Nýlega var greint frá niðurstöðum fornleifarannsókna á steinkistu sem kennd er við Pál postula og sem varðveitt er í Basilikunni sem kennd er við hann í Rómaborg. Tekin voru sýni og við rannsókn þeirra fundust leifar af fjólubláu klæði með gyllingu og einnig fundust leifar af reykelsi. Skv. kolefnisgreiningu eru leifarnar frá 1.-2. öld eftir Krist.
Benedikt XVI páfi sagði þegar greint var frá niðurstöðunum að rannsóknirnar „virðast staðfesta þá arfsögn að í kistunni séu jarðneskar leifar Páls postula. Allt þetta“, hélt páfi áfram, „fyllir sálir okkar djúpri tilfinningu“.
Sjá nánar umfjöllun Asianews hér: http://www.asianews.it/index.php?l=en&art=15686&size=A og á eftirfarandi vefslóð má nálgast upplýsingar um Basiliku hl. Páls og steinkistuna: http://www.annopaolino.org/index.asp?lang=eng