« „Áður en Abraham fæddist, er ég.“Faðirvorið og hin andlega tjaldbúð hjartans »

05.04.06

  11:49:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 254 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Menningargervingurinn er hin raunverulega hætta

BARCELONA, Spáni, 4, apríl 2006 (Zenit.org).- Varaforseti Evrópuþingsins varar við því, að innan 10 ára mun ekki lengur gæta „átaka milli menningarviðhorfa,“ heldur verði „menningargervingur“ orðinn allsráðandi.

Mario Mauro vék að þessum möguleika þegar hann ávarpaði fyrstu Ráðstefnu kaþólskra um opinbert líf sem haldin er í Barcelona á vegum Abit Oliva háskólans. Ávarp Mauros fjallaði um „Alræði afstæðishyggjunnar og áhrif á framtíð Evrópu.“

Takmark afstæðishyggjunnar felst í því að afneita sannleikanum,“ komst hann að orði í fyrirlestri sínum.

Í þessu sambandi vék Mauros að ummælum Benedikts páfa XVI um að „sannleikurinn sé til“ og um að ekki megi draga sannleikann í efa á sviðum eins og hvað áhrærir lífið, fjölskylduna og menntun.

Þessi embættismaður Evrópuþingsins sagði að pólítísk skoðanaskipti verði að viðurkenna gildi sannleikans. Að öðrum kosti verði afstæðishyggjan að hugmyndafræði sökum þess að hún snúist um alræði sem grundvallist á valdi í öllum efnum.

Mauro áminnti áheyrendur sína á að feður Evrópu hefðu verið kaþólskir: „Þegar ráðist er að kristnum rótum Evrópu er litið á það sem vanvirðingu við minninguna um feðurnar, en það sem við vanvirðum í raun sé framtíð barna okkar.“

Þannig óttast Mauro að „menningargervingurinn“ liggi í loftinu. Fyrsta orrustan sem verði að vinna sé orrustan um að sannleikurinn njóti viðurkenningar.

ZE06040421/JRJ

No feedback yet