« Hl. Serafim frá Sarov – í ljósklæðum Heilags AndaHl. Gregoríos frá Nyssa – um þá hinna kristnu sem bregðast kærleiksinntaki skírnarnáðarinnar og ákalli Heilags Anda »

01.05.08

  07:46:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 272 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Meistari Eckhart – Um eilífan getnað Orðsins í skauti hinnar blessuðu Meyjar í Heilögum Anda

Ef þessi fæðing nær í raun og veru fram að ganga megnar ekkert að halda aftur af þér: Allt beinir þér til Guðs og þessarar fæðingar. Við sjáum líkingu við þetta í eldingunni. Hvað sem hún lýstur, hvort sem það sé tré, dýr eða maður, snýr sá sem á hlut að máli sér að henni við þrumugnýinn. Maður sem snýr við henni baki snýr sér samstundis við til að bera hana augum. Öll þúsunda laufblaða trésins snúa sér við til að verða vitni að þessu leiftri. Sama gegnir um alla þá þar sem þessi fæðing nær fram að ganga.

Þeir snúa sér þegar í stað til þessa getnaðar af öllum mætti, jafnvel einungis með jarðneskum hætti. Já, það sem áður var til hindrunar verður nú ekkert annað en til hjálpar. Ásjóna þín snýr sér svo fullkomlega til þessa getnaðar, hvað sem þú svo kannt að sjá og heyra, að þú meðtekur ekkert annað en þennan getnað. Allir hlutir eru einfaldlega Guð og þú sérð ekkert annað en Guð í öllum hlutum. Rétt eins og sá sem horfir lengi í sólina sér ekkert annað en sólina hvað sem hann horfir á. Ef þetta er ekki fyrir hendi, þetta ásæi á Guði og að sjá Guð í öllu og fjölbreytileikanum, þá hefur þú ekki enn upplifað þennan getnað.

Megi maímánuður – Maríumánuðurinn – verða okkur öllum að sannri fæðingarhátíð Heilags Anda í leyndardómi hvítasunnunnar.

No feedback yet