« María og Eva (Grein eftir Sr. Frans van Hooff (dó 1995))Síðasta sjö orð Jesú Krists á krossinum »

11.11.07

  21:06:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 185 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

"Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða."

"Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." (Lk 6:38)

Til er saga um konu nokkra sem vön var miklum munaði. Eftir dauða sinn kom hún til himna. Engill var sendur til að leiða hana að vistarveru hennar þar. Á leiðinn fóru þau fram hjá mörgum reisulegum húsum og var konan mjög hrifin. Hún hlakkaði til að sjá sína hús.

Skömmu seinna tók konan eftir því að húsin urðu alltaf minni og minni. Og áfram héldu þau þar til þau að lokum komu að örlitlu kofaskrifli.

"Þetta er húsið þitt", sagði engillinn.

"Hvað segirðu!", sagði konan, "Þetta! Ég get ekki búið í þessu. Ég vil stórt hús."

"Því miður", sagði engillinn, "þetta er allt sem við gátum byggt fyrir þig úr því efni sem þú hefur sent okkur upp."

1 athugasemd

Jón Valur Jensson

Frábær saga og lýsandi, séra Denis. Kær kveðja.

14.11.07 @ 22:49