« Bergingarbæn – í tilefni stórhátiðar hins Alhelga Hjarta JesúBæn heil. Efraíms hins sýrlenska (306-373) »

16.06.07

  10:04:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 733 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Marxismi lífsins eða marxismi dauðamenningarinnar? – Hugleiðing í tilefni sextíu ára prestvígsluafmælis föður Paul Marx, O.S.B.

POSTULI LÍFSINS
Þessi grein er skrifðuð af Stephan Mosher, framkvæmdastjóra Population Research Institute:

Ég stend í mikilli þakkarskuld við föður Marx. Hann hjálpaði mér til að ganga inn í hreyfingu lífsverndarsinna, mikilvægustu samfélagshreyfinguna í heiminum í dag. Hann hjálpaði mér til að nálgast Krist og leiddi mig til kaþólskrar trúar – þannig að ég skynja að ég á honum mikið að þakka í sál minni. Hann kenndi mér að sjá samhengið á milli getnaðarvarna og fósturdeyðinga, þannig að í vissum skilningi get ég einnig þakkað honum fyrir börn mín. Hann stofnaði Population Research Institute árið 1989 og bað mig um að stjórna samtökunum árið 1995, þannig að ég get þakkað honum postulega viðleitni mína. Og enn, 87 ára gamall, biður hann fyrir starfi okkar daglega.

Faðir Marx var vígður til prests 1947, ári áður en ég fæddist sjálfur. Hann tók doktorsgráðu sína í heimspeki frá the Catholic University of America og kenndi við St. John's University í Collegeville, Minnesota. Þá kom að útkomu hins mikla hirðisbréfs Páls páfa VI: Humane Vitae. Í vörnum sínum fyrir kenningum kirkjunnar um gildi lífsins leiddist faðir Marx inn í það starf sem varð til þess að Jóhannes Páll páfi II nefndi hann „postula lífsins.“ The International Planned Parenthood Federation gaf þessum óþreytandi baráttumanni fyrir helgi mannlífsins aðra nafngift. Þeir kölluðu hann „óvin númer eitt.“

Hér er yfirlit um starf föður Marx og árangur:

(1) Faðir Marx var frumkvöðull í rannsóknum á náttúrlegum fjölskylduáætlunum (NFP) og hélt alþjóðlega fyrirlestra og stóð fyrir námskeiðum um Bandaríkin þver og endilöng og víðar;

(2) Faðir Marx fletti ofan af áætlunum fósturdeyðingariðnaðarins tveimur árum áður en Hæstiréttur [Bandaríkjanna] lögleiddi fósturdeyðingar í metsölubók sinni: The Death Peddlers: War on the Unborn (1971).

(3) Faðir Paul Marx hefur barist fyrir lífsvernd á alþjóðavettvangi og hefur heimsótt 91 land víða um heim til að kynna lífsmenninguna sem andhverfu dauðamenningarinnar. Hvert sem hann fór hélt hann fyrirlestra og hvatti kaþólikka til að bindast samtökum til að standa gegn þessari ógn gagnvart þeim sjálfum og börnum sínum og stuðlaði að útgáfu fjölmargra rita um lífsvernd.

(4) Faðir Marx stofnaði fjölmörg lífsverndarsamtök víða um heim eins og Family Life International í Ástralíu og Family Life International í Stórabretlandi sem eru atkvæðamestu lífsverndarsamtökin í þessum löndum.

(5) Faðir Marx tók þátt í ótalmörgum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi til að verja og standa vörð um lífið.

(6) Í „frítímum“ sínum skrifaði faðir Marx meira en 15 bækur og greinar um lísverndarmál.

Nokkrir páfar hvöttu föður Marx áfram í postullegu starfi sínu, þar á meðal Páll páfi VI sem sagði við hann þann 26. janúar 1973, einungis fjórum dögum eftir úrskurðinn í máli Roe gegn Wade: „Þú ert hugrakkur baráttumaður, gefstu aldrei upp!“

Og hvílík fyrirmynd er hann ekki fyrir okkur öll. Það sem Shakespeare er ljóðlistinni, Mózart tónlistinni og Babe Ruth hafnarboltanum, er faðir Paul Marx lífsvernarhreyfingunni. Í lífi sínu og starfi opinberaði hann hugrekki, hugsjón og þolgæði auk fjölmargra annarra dyggða sem hjálpuðu honum til að ryðja öllum hindrunum úr vegi. Þegar við horfum til þess hvernig hann varði lífi sínu þar sem sérhver stund var helguð lífinu, opinberar okkur það sem felst að baki því að vera meðlimur í lífsverndarhreyfingunni.

Þetta felur ekki í sér að hann væri laus við ágalla fremur en Babe Ruth sem var ekki fullkominn leikmaður hafnarboltans fremur en Mózart fullkominn hljómlistarmaður. Það nægir að segja að ef faðir Marx hefði ekki lifað hér á jörðinni, þá hefði engin trúað því að slíkt þrotlaust starf fyrir lífsverndarheyfinguna væri yfirleitt hugsanlegt.

Faðir Marx! Við elskum þig öll.

Population Research Institute.

No feedback yet