« Í þessum spegli skal sérhver skoða sín verk! Llama de amor viva eða „Logi lifandi elsku“ eftir Jóhannes af Krossi »

03.04.06

  12:11:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 490 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Markaðssetning illskunnar (The Marketing of Evil)

Ég vil vekja athygli lesenda á bók sem kom út í Bandaríkjunum í ágúst s. l. og heitir „Marketing of Evil“ og er eftir David Kupelian. Hann er framkvæmdastjóri WorldNetDaily.com, stærsta óháða fréttavefsins á netinu og helsta driffjöðrin að baki tímaritsins Whistleblower sem kemur út mánaðarlega.

Í bókinni fjallar Kupelian um það hvernig viðhorf sem voru Bandaríkjamönnum hreinasta viðurstyggð áður fyrr, hefur verið vafið inn í umbúðir álitlegra gjafapakkninga og bókstaflega seldar sem eitthvað sem hefur mikið gildi. Da Vinci lykillinn er gott dæmi um slíka markaðssetningu, en á Íslandi seldist þetta rit sem eru hreinustu bábiljur í 40.000 eintökum! Sérþjálfaðir markaðssérfræðingar sjá þannig um að koma á framfæri ranghugmyndum og afskræmingu sannleikans undir yfirskini umburðarlyndis og langlundargeðs almenningsálitsins.

Kupelian minnist á fjölmörg dæmi í bók sinni. Hér skal einungis drepið á nokkur þeirra. Fá okkar gera sér grein fyrir því að hinn „virti“ upphafsmaður kynlífsbyltingarinnar átti við alvarleg geðræn vandamál að stríða og hvatti til útbreiðslu barnaníðingsháttar (pedófílíu).

Fjölmörg okkar teljum einnig að stuðningsmenn réttarins til fóstureyðinga og kynvilluhreyfingarinnar hafi verið grasrótarhreyfingar sem urðu til sökum kúgunar og ofsókna á hendur minnihlutahópum sem leituðust við að öðlast meira frelsi. Fáir Bandaríkjamenn gera sér þannig ljóst að Bandaríkin voru „seld“ fóstureyðingarstóriðjunni í hendur með skipulagðri markaðssókn sem grundvallaðist á ósannindum og markvissum rangfærslum. Eða þá hvernig hreyfing kynvillinga sem áður var litið á sem sjálfseyðingarhvöt var sett á markaðinn sem fórnardýr undir merkjum samfélagslegrar jafnréttisbarátta, og að þessu var stjórnað af markaðsfræðingum sem útskrifast höfðu frá Harvardháskólanum.

Einnig mætti minnast á stórfyrirtæki sem börðust til valda á „táningamarkaðnum“ sem veltir 150 milljörðum dala árlega með því að hafa skoðanabindandi áhrif á afstöðu unglinga til að leiða þá sem lengst í siðleysi með því sem nefnt er „sjálfstjáning“ (self-expression).

Ekkert svið er látið ósnert í þessari gagngeru umfjöllun Kupelians á því hvernig lygum, bæði óljósum og viðurstyggilegum er pakkað inn í gjafaumbúðir markaðssérfræðinganna. Þetta er ekki einungis herferð sem beinist að hinum „eiginlega neyslumarkaði,“ heldur nær einnig til hins almenna skólakerfis, fjölmiðla og þess sviðs sem nefnt er táningamenning (youth culture).

Markaðssetning illskunnar er gagnger og nútímanleg nálgun á því sem samkvæmt arfleifðinni er nefnt „freistingar,“ sú list að láta hið illa líta út eins og það sé gott. Bókina er unnt að nálgast á amazon. com og kostar 24. 95 dali innbundin.

No feedback yet