« Að Guð sé einn í þrem persónumBænin - úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs »

07.05.08

  20:41:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 334 orð  
Flokkur: Lífsvernd

María mey frá Guadalupe

Sá atburður gerðist árið 1531 að 9. 10. og 12. desember það ár, birtist mær frá himni fátækum Asteka indíána, Juan Diego að nafni, á hæð nokkurri norðvestur af Mexíkó borg. Þessi kona skilgreindi sig sem móður hins sanna Guðs. Hún skildi eftir mynd af sjálfri sér, sem hafði verið, eins og stimplað á yfirhöfn Juan Diegos, eins og um kraftaverk væri að ræða. þetta er hin vel þekkta mynd af Maríu mey frá Guadalupe.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði yfirhöfn Juan Diegos átt að rotna á 20-60 árum, þar sem hún var gerð úr óvönduðum vefnaði, sem búinn var til úr trefjum kaktusjurtarinnar. En sannleikurinn er sá að eftir 474 ár sést engin merki um rotnun, staðreynd sem vísindin ein ………

………geta ekki útskýrt. þessa yfirhöfn má enn þann dag í dag sjá í basilíku Maríu meyjar frá Guadalupe í Mexíkó borg.

Í birtingunum árið 1531, birtist María sem hin vanfæra Móðir Guðs. Við vitum að hún gekk með barni, vegna þess að hún bar svart belti, en það var tákn um móðurhlutverk Astekanna. María mey kom til þess að flytja fólkinu trú, von og huggun. Jóhannes Páll páfi annar heimsótti helgistað Maríu meyjar frá Guadalupe fjórum sinnum, árið 1979, 1990, 1999 and 2002.

Í heimsókn sinni árið 1999 fól Jóhannes Páll allt lífsverndarstarf í umsjá og kærleiksríka vernd Mærinnar frá Guadalupe og lagði líf saklausra barna, einkum þeirra sem eiga á hættu að verða drepin með fóstureyðingu, undir móðurlegan verndarvæng hennar. María mey frá Guadalupe var eðlilegur kostur sem himneskur verndari þeirra, sem sinna því starfi, að efla hugarfar lífsverndarsinna. Megi hún einnig leiða og leiðbeina þeim sem sinna málefnum lífsverndarsinna hér á Íslandi.

María mey frá Guadalupe, bið þú fyrir oss.

2 athugasemdir

Lárus Viðar Lárusson

Óhætt er að mæla með þessari umfjöllun Skeptical Briefs um Maríu mey frá Guadalupe.

http://www.csicop.org/sb/2002-06/guadalupe.html

08.05.08 @ 16:13
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég veit nú ekki hvað skal segja Lárus um þessa grein. Mér sýnist hún frekar tína til atriði sem geta með einhverju móti dregið Guadalupe í efa og rökstuðning vanta miðað við sumt af því sem haldið er fram, t.d. að Juan Diego hafi ekki verið til. Fyrir almennan lesanda sem er á höttunum eftir umfjöllun á breiðum grundvelli þá mæli ég frekar með Wikipedia greininni um málið. Þar eru tilvísanir á sömu heimildirnar og greinin tínir til (og reyndar margar fleiri) sem fólk getur þá kynnt sér af eigin raun og lesið sjálft.

11.05.08 @ 20:13