« BIBLÍAN - ORÐ GUÐSHann varð aldrei stærðfræðingur »

28.02.07

  22:35:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 164 orð  
Flokkur: María Guðsmóðir

María, konan sem Guð valdi

"María fæddi Jesú, son Guðs."

Þessi fáu orð fela í sér lofgjörð okkar til Maríu. María, konan sem Guð valdi til að gegna einstöku hlutverki í veraldarsögunni. Það var hlutverk hennar að vera móðir Messíasar.

Þetta var sagt fyrir af spámönnum Gamla testamentisins. Þeir sögðu að Messías kæmi til að frelsa fólk sitt og að hún myndi fæða hann. Og þannig gerðist þetta allt samkvæmt áformi Guðs. Engri annarri konu hefur nokkru sinni hlotnast annar eins heiður og sá sem Maríu hlotnaðist frá Guði.

Það var líka áform Guðs, að hlutverk Maríu sem móður skyldi ekki taka enda þegar Jesús sneri aftur til himnaríkis heldur yrði hún líka móðir fylgismanna Jesús. Þar erum við meðtalinn! Guð vill að við elskum hana sem okkar himnesku móður.

No feedback yet