« Guð einn fyrirgefur syndirHeilög Gianna Beretta Molla (1922-1962) »

05.02.08

  21:28:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 142 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Mannshjartað er þungt og forhert

1432. Mannshjartað er þungt og forhert.

Guð verður að gefa manninum nýtt hjarta.

Afturhvarf er fyrst og fremst verk náðar Guðs sem snýr hjarta okkar til hans: “Snú þú oss til þín, Drottinn, þá snúum vér við.”

Guð gefur okkur styrk til að byrja upp á nýtt.

Þegar við komumst að raun um hversu kærleikur Guðs er mikill skelfur hjarta okkar yfir andstyggð og byrði syndarinnar og tekur að óttast að misbjóða Guði með synd og verða viðskila við hann.

Mannshjartað leitar afturhvarfs þegar það horfir á hann sem syndir okkar hafa gegnumstungið: Beinum huganum að blóði Krists.

Hugleiðum hversu dýrmætt þetta blóð er í augum Föður hans því að úthelling þess var okkur til hjálpræðis og hefur opnað öllum mönnum leið til iðrunar.

No feedback yet