« Já!Slepptu takinu! »

29.02.08

  19:13:27, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 136 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Maðurinn sem leitaði Guðs

Til er saga um mann sem leitaði Guðs. Daglega spurði hann vin sinn: "Hvernig get ég fundið Guð?" Og vinurinn svaraði jafnan:"Þú finnur hann ekki nema þú hafir djúpa þrá eftir honum."

Dag einn, þegar mjög heitt var í veðri, fóru vinirnir í sund. Skyndilega ýtti vinurinn höfði mannsins í kaf. Og vitanlega barðist maðurinn um til þess að ná í loft.

Á leiðinni heim spurði vinurinn: " Hvers vegna barðist þú svona örvæntingarfullur um þegar ég hélt þér niðri í vatninu?"

"Hvers konar spurning er nú þetta? Nú, ég þurfti auðvitað að fá loft til að anda."

"Gott og vel", sagði vinurinn, "þegar þrá þín eftir Guði verður jafn örvæntingarfull og hún var eftir lofti, þá muntu áreiðanlega finna hann."

No feedback yet