« Var þessi móðir heimsk?Lítanía af allrahelgustu hjarta Jesú »

02.06.05

  21:45:18, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 224 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Maðurinn sem bjó í útjaðri bæjar

Eitt sinn var maður sem bjó í útjaðri bæjar sem hét Davíð. Hús hans lá við aðalveginn inn í bæinn. Dag einn er hann var að vinna í garðinum fyrir framan húsið kom til hans ókunnugur maður.

Aðkomumaðurinn spurði: "Hvers konar fólk býr í þessum bæ?"

Davíð svaraði: "Hvers konar fólk bjó í þeim bæ, sem þú síðast heimsóttir?"

Aðkomumaðurinn svaraði: "Það var hræðilegur lýður. Mér líkaði alls ekki við fólkið. Það var mjög andstyggilegt.

Þá sagði Davíð: "Ég held að þú finnir fyrir samskonar fólk hér."

"Þakka þér fyrir" sagði aðkomumaðurinn og hélt áfram ferð sinni.

Nokkrum mínútum síðar bar að annan aðkomumann.

Þessi síðari aðkomumaður kallaði til Davíðs og spurði: "Hvers konar fólk býr í þessum bæ?"

Davíð svaraði: "Hvers konar fólk bjó í þeim bæ, sem þú síðast heimsóttir?"

Síðari aðkomumaðurinn svaraði: "Nú þetta var hið elskulegasta fólk. Mér líkaði mjög vel við það. Þau voru mjög vingjarnleg."

Þá sagði Davíð: Ég held að þú finnir fyrir samskonar fólk hér."

Málið er nefnilega að hamingja kemur innan frá!!!

No feedback yet