« Guð, ertu þarna?Hið eina sem nauðsynlegt er til þess að hið illa sigri »

17.05.06

  21:17:36, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 179 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

MAÐURINN: ÍMYND GUÐS

1701. "Með því að opinbera leyndardóm Föðurins og kærleika hans sýnir Kristur… manninum hvað maðurinn er og leiðir í ljós háleita köllun hans." [2] Það er í Kristi "ímynd hins ósýnilega Guðs" [3] sem maðurinn er skapaður í "mynd og líkingu" skaparans. Það er í Kristi, endurlausnara og frelsara, að hin guðdómlega ímynd, afskræmd í manninum með frumsyndinni, hefur verið endurreist til sinnar upprunalegu fegurðar og hún göfguð af náð Guðs. [4]

1702. Hin guðlega ímynd er til staðar í hverjum manni. Hún skín fram í samfélagi persóna, í líkingu einingar meðal hinna guðdómlegu persóna (sbr. 2. kafli).

1703. Maðurinn, búinn "andlegri og ódauðlegri" sál, [5] er "sú eina af sköpuðum verum á jörðu sem Guð ákvarðaði í hennar eigin þágu." [6] Frá getnaði sínum á hann vísa eilífa sælu.

___

#2 GS 22.
#3 Kól 1:15; sbr. 2Kor 4:4.
#4 Sbr. GS 22.
#5 GS 14 § 2.
#6 GS 24 § 3.
___

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Séra Denis, þakka þér fyrir þína pistla, sem minna okkur á eða fræða um þarflega hluti og ágæta. En viltu ekki nefna heimildir eins og Gaudium et spes – GS hjá þér – með þeim hætti, að íslenzkir lesendur átti sig betur á þessu. Gaudium et spes (Gleði og von) er eitt yfirlýsingar-skjalanna, sem komu frá síðara Vatíkanþinginu í tíð Jóhannesar páfa 23. og Páls páfa 6., fyrir rúmum fjórum áratugum.

17.05.06 @ 21:44
Athugasemd from: Sr. Denis O'Leary
Sr. Denis O'Leary

Já, þetta er hárétt hjá þér. Ég skal hafa þetta í huga í framtíðinni. Takk fyrir.

18.05.06 @ 21:00
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ekkert að þakka, minn kæri.

18.05.06 @ 23:12