« Á Spáni eru faðir og móðir orðin að „Sæðisgjafi A og B“Jesús og börnin »

10.03.06

  22:56:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 371 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Maður skyldi frá manni getast

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 11. mars er úr Matteusarguðspjalli 5. 43-45

Þér hafið heyrt, að sagt var: ,Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.' En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá, sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gjöra ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það, þótt þér heilsið bræðrum yðar einum. Gjöra heiðnir menn ekki hið sama? Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Maður skyldi frá manni getast
Svo hafði María hreinlífi slíkt sem englar og alla manndýrð að aukahlut. Því mátti hún makleg vera móðir Guðs, að hún hafði hreinlífi sem Guðs englar og mannlegt eðli, svo að Guðdómurinn mátti taka af hennar holdi manndóminn svo sem hann hafði skapað fyr öndverðu, að maður skyldi frá manni getast. En geislinn skín í gegnum glerið og hefir bæði birti sólskins og líkneski af glerinu. Svo hefir og Drottinn vor, Jesús Kristur, bæði Guðdóm af Guði, en manndóm af Maríu. En alla gæsku sína varðveitti María með lítillæti, svo að henni grandaði aldregi ofmetnaður, og kvaðst hún hafa lítillætis síns því að mestu notið, er Guð veitti henni svo mikla dýrð. En meðan hún var í þessum heimi, þá skipti hún sér lítið af flestu og var hljóð ofvalt og hógvær og hafði í huga sér Guðs dýrð og jarteinir, en gerði það eitt að uppburðum, er nauðsyn sætti. En við andlát hennar vóru staddir allir postular, því að hún andaðist fyr en þeir skiptist til landa. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 8-9.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hér á vefsetrinu hefur verið vikið að inntaki kaþólsks hjónabands sem guðlegri tilhögun og óaðskiljanlegum þætti í helgunarguðfræðinni. Þannig hefur kirkjan lagt á það áherslu frá upphafi vegferðar sinnar á jörðu, að hjónaband karls og konu sé helgunarvegur (Sjá „Um hið andlega brúðkaup Krists og sálarinnar“).

Því mátti hún makleg vera móðir Guðs, að hún hafði hreinlífi sem Guðs englar og mannlegt eðli, svo að Guðdómurinn mátti taka af hennar holdi manndóminn svo sem hann hafði skapað fyr öndverðu, að maður skyldi frá manni getast.

Kristið hjónaband er guðleg tilhögun og sakramenti, helguarvegur karls og konu sem fella hugi saman: AÐ MAÐUR SKYLDI FRÁ MANNI GETAST.

„Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum“ (Ef 1. 4).

Í Nýja testametinu er heilagleiki sama og hreinleiki. María „hafði hreinlífi sem Guðs englar“ og því gat hinn EILÍFI GETNAÐUR ORÐSINS náð að ganga fram í henni.

Sjáið, góð systkin, hversu mikill helgunarvegur sakramenti hjónabandsins er. Náttúrlegur getnaður sem Guð boðar „svo að maður skyldi frá manni getast“ er forgildi hins EILÍFA GETNAÐAR ORÐSINS í sérhverri mannssál. Og í sakramenti hjónabandsins verða kristinn karl og kona eitt hold.

Þeir sem hafna hjónabandinu sem sakramenti karls og konu hafa þannig hafnað sjálfu hjálpræði Guðs sem hann fyrirhugaði manninum „frá eilífð“ í elskuríku sambandi karlsins og konunnar.

Það var svartengill dauðans (Satan) sem reis upp gegn þessari tilhögun og ætlaði sér að umgangast Guð á eigin forsendum og samkvæmt EIGINN VILJA. Honum var varpað út í hið ysta myrkur að eilífu. Eins fer fyrir þeim sem kirkjan kallar pueri irae (börn óhlýðninnar) og hafna VILJA Guðs.

En Panhagían (hin Alhelga) er fyrirmynd okkar í allri heilagri hlýðni: „SJÁ, ÉG ER AMBÁTT DROTTINS. VERÐI MÉR EFTIR ORÐUM ÞÍNUM (Lk 1. 38).

11.03.06 @ 06:02