« Sjálfsmorð Vesturlanda? – eftir Joseph D'Agostino BENEDIKT PÁFI XVI: HVETUR TIL HERVÆÐINGAR TIL AÐ VERJA HINA NÁTTÚRLEGU TILHÖGUN »

17.03.07

  10:29:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 290 orð  
Flokkur: Kraftaverk tengd Guðsmóðurinni

Madonna hinna blóðugu tára

Í dag heiðrar kirkjan heil. Patrek, verndardýrling Íra. Írland og Ungverjaland! Tvö lönd píslarvotta sem þjáðust afar mikið vegna trúar sinna og urðu að heyja mikla baráttu fyrir sjálfstæði sínu. Þrátt fyrir ótaldar ofsóknir hafa Írar og Ungverjar ætíð elskað Guðsmóðurina afar heitt.

Hin blessaða Mey hefur heldur ekki brugðist Írum. Hið sama má segja um Ungverjaland sem ætíð varðveitti trú sína og von um betri tíð. María hefur mikla samúð með þeim barna sinna sem þjást. Eftirfarandi frásögn ber þessu vitni:

Í dómkirkjunni í Gyor í Ungverjalandi heiðrar fólkið hina írsku Madonnu. Málverk þetta er af fæðingu Drottins þar sem sjá má hina blessuðu Mey og barn hennar. Það var írskur byskup sem kom með myndina til Ungverjalands árið 1650, en hann hafði sloppið lifandi undan ofsóknum Cromwells.

Þann 17. mars 1697 meðan sexmessan stóð yfir á minningardegi heil. Patreks og á sama tíma sem trúarofsóknirnar stóðu sem hæst á Írlandi, tók Madonnan að úthella blóðtárum í þrjá tíma. Skrifaðar heimildir og staðfestingar sjónarvotta eru enn varðveittar um þetta í Gyor, þar á meðal borgarstjórans, herstjórans, héraðsstjórans, kalvínskra og lúterskra presta og auk þess rabbínans í borginni.

Allt frá þessum tíma hefur írsku Madonnunni verið auðsýndur heiður í Ungverjalandi og mikill mannfjöldi kemur til að heiðra hana. Málverkið er staðsett fyrir ofan altari dómkirkjunnar og fólsksfjöldinn er mestur á minningardegi heil. Patreks og á Hátíð himnafarar Maríu (Marias himmelfahrt).

Úr franska tímaritinu La Croix (Krossinn, frá 6. apríl 1954).

No feedback yet