« Jesús er til staðar í AltarissakramentinuAð fara með bæn daglega um að fóstureyðingum linni »

24.02.07

  22:37:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 326 orð  
Flokkur: Messan

Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur

Ár hvert halda Gyðingar upp á páska, sömu viku og við köllum páskaviku. Einn hápunktur hátíðarinnar hjá Gyðingum er, þegar fjölskyldan borðar saman páskamáltíðina. Þeir neyta sama málsverðar — þ.e.a.s., ósýrð brauð, beyskar kryddjurtir og lambakjöt og drekka vín — sem forfeður þeirra átu og drukku nóttina sem þeir yfirgáfu Egyptaland. Engill Guðs fór yfir Egyptaland þessa fyrstu nótt og þeir urðu frjálsir eftir að hafa verið þrælar.

Þessi páskamáltíð er ekki aðeins minningarathöfn vegna löngu liðinna atburða. Gyðingar trúa því að er þeir neyti páskamáltíðarinnar, þá einhvern veginn, gerist það sama og gerðist er þeir yfirgáfu Egyptaland. Löngu liðnir atburðir eru að gerast aftur. Þessi máltíð minnir Gyðinga kröftuglega á að þeir eru kvaddir til að breyta frá syndaþrælkun og eigingirni yfir í betra líferni.

Það atriði sem ég vil vekja athygli á er: eins og vissir liðnir atburðir verða uppvaktir fyrir Gyðinga, með páskamáltíðinni; þá er það eins fyrir okkur, í messunni. Atburðir síðustu kvöldmáltíðarinnar og krossfestingarinnar, gerast aftur. Salur síðustu kvöldmáltíðarinnar og Golgata verða á vissan hátt uppvaktir í messunni.

Fyrir Gyðinga í dag, eru þessir gömlu atburðir endurvaktir til þess að þeir breyti til bættara lífernis, samkvæmt þessum atburðum. Fyrir okkur í dag, eru atburðir þjáninga og dauða Krists endurvaktir, svo að við munum breyta lífum okkar, eftir þessum atburðum. Fórn Jesús á krossinum var borin einu sinni, fyrir okkur öll, og fyrir messuna verður hún uppvakin í lífum okkar. Eins oft og fórn Jesús á krossinum er haldin hátíðleg á altarinu, heldur frelsun okkar áfram.

No feedback yet