« Dyggð og markaðurHvað er samfélag heilagra? »

31.10.10

  18:33:33, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 311 orð  
Flokkur: Kenning kirkjunnar

Lokahreinsunin eða hreinsunareldurinn

Úr trúfræðsluritinu:

„Allir þeir sem deyja í náð Guðs og vináttu en eru ekki fullkomlega hreinsaðir, eru vissulega öruggir um eilíft hjálpræði sitt; en eftir dauðann verða þeir að gangast undir hreinsun í því skyni að öðlast þann heilagleika sem nauðsynlegur er til að ganga inn til hins himneska fagnaðar.

1031. (954, 1472) Þessari lokahreinsun hinna útvöldu, sem er allt annar hlutur en refsing hinna fyrirdæmdu, kallar kirkjan purgatorium [220] Það var einkum á kirkjuþingunum í Flórens og Trent að kirkjan setti fram kenningu sína um trúna á purgatorium. Í trúarhefð kirkjunnar, með tilvísun til vissra Ritningartexta, er talað um hreinsunareld: [221] Hvað minni brot varðar verðum við að trúa því að áður en endadómurinn kemur sé hreinsunareldur. Hann sem er sannleikurinn segir að hver sá sem guðlastar gegn Heilögum Anda verður ekki fyrirgefið hvorki í þessum heimi né í hinum komandi. Af þessari setningu getum við skilið að vissar syndir má fyrirgefa í þessum heimi og vissar aðrar í hinum komandi. [222]

1032. (958, 1371, 1479) Þessi kenning er einnig byggð á þeirri iðju að biðja fyrir hinum látnu sem þegar er minnst á í Heilagri Ritningu: “Þess vegna lét [Júdas Makkabea] færa sáttarfórn fyrir hina látnu til að þeir leystust frá syndum sínum.” [223] Frá fyrstu tímum hefur kirkjan heiðrað minningu hinna látnu og borið fram fyrirbænir fyrir þá, umfram allt í fórn evkaristíunnar, til að þannig hreinsaðir öðlist þeir hina sælu sýn á Guði. [224] Kirkjan mælir einnig með ölmusugjöfum, afláti, og yfirbótarverkum til bóta fyrir hina látnu: Við skulum hjálpa og minnast þeirra. Ef synir Jobs voru hreinsaðir vegna brennifórnar föður þeirra, hvers vegna ættum við þá að efa að fórnfæring okkar fyrir hinum látnu færi þeim ekki neina huggun? Við skulum ekki hika við að hjálpa þeim sem hafa dáið og bera fram bænir okkar fyrir þá. [225]"

Úr trúfræðsluriti kaþólsku kirkjunnar: http://www.mariu.kirkju.net/trufraedslurit/871.html. Greinar 1030-1032. Númer innan sviga vísa í heimildir trúfræðsluritsins.

Endurbirtur pistill sem birtist fyrst hér á vefsetrinu 22.02. 2008

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Tilvitnun þín Ragnar í brennifórn Jobs er afar athyglisverð. Mörgum guðfræðingum ber saman um að Jobssbók sé einhvert elsta rit Biblíunnar auk Enoksbókar.

Þegar M. E. L. Mallowan hóf uppgröft sinn í Brak í Norðursúmer og fann þann mikla fjölda augnalíkneskja sem þar var að finna, þá var hann afar varkár að fullyrða neitt um tilgang þeirra, ólíkt talsmönnum femínismans sem telja hér um móðurgyðjuna miklu að ræða.

Malowan bendir á þá saðreynd að bæði fjöldi þeirra og gerð bendi til íbúanna í borginni. Þær sýna bæði karla og konur auk barna.

Sjálfur er ég sannfærður um að þær voru fyrirbænarfórnargjafir sem gengdu sama hlutverki og kertin í kirkjum nútímans. Að sjálfsögðu vitum við ekki hvort hér var um lifandi eða látið fólk að ræða, eða þá hvoru tveggja.

Þetta bendir okkur einungis á þá staðreynd að meðal árfeðranna tíu gegndi umhyggjan fyrir andlegri velferð íbúanna veigamiklu hlutverki í helgihaldinu í musterum þeirra þegar á sjötta árþúsindinu f. Kr.

23.02.08 @ 08:56
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir athugasemdina Jón. Það er þó trúfræðsluritið sem á allan heiðurinn af tilvitnuninni, ég afritaði þessa tilvitnun þaðan. Ég er sammála því að þessar tilvitnanir í hl. Ritningu eru nauðsynlegar til að sýna fram á biblíulegan grundvöll kenningarinnar um hreinsunareldinn. Mig minnir að við höfum verið að spjalla eitthvað um þetta í fyrra og þá bentirðu á tilvitnun úr Opinberunqarbók Jóhannesar. Þá eru komnar fjórar tilvísanir í ritninguna, tvær í gamla og tvær í nýja testamentið sem styðja kenningu kirkjunnar um hreinsunareldinn.

24.02.08 @ 19:20