« Hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifirFyrirgef oss vorar skuldir »

21.03.06

  14:31:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Lögmál lífsins Anda (Rm 8. 2)

Guðspjall Jesú Krists þann 22. mars er úr Matteusarguðspjalli 5. 17-19

Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.

Hugleiðing
Hver er afstaða okkar til boða Drottins? Getum við tekið undir orð Heilags Anda eins og þau opinberast í 119 Davíðssálminum: „Sælir eru þeir er halda reglur hans, þeir er leita hans af öllu hjarta“ (2). Jesús talaði tæpitungulaust þegar hann vék að lögum síns himneska Föður, BOÐORÐUM LÍFSINS sem verður að fylgja: Að virða Guð, að bera virðingu fyrir foreldrum sinum, að lifa af sjálfsvirðingu gagnvart sjálfum sér og náunga sínum, að virða lífsrétt annarra.

Þegar við virðum boðorð Guðs lærist okkur að ganga Veg elskunnar, að elska Guð og meðbræður okkar. Það er Guð sem gefur okkur náð til að elska, að fyrirgefa eins og hann fyrirgefur, að hugsa eins og hann hugsar. Drottinn elskar réttlætið og hatar illskuna. Okkur ber að elska boðorð hans og hata syndina. Þetta kennir hann okkur einnig vegna þess að Heilagur Andi hans hatar syndina vegna þess að hún leiðir manninn til dauða og stríðir þannig gegn lífslögmáli hans. Drottinn, kenn okkur að elska boðorð þín á þessum degi!“

No feedback yet