« Páfagarður fordæmir myndbirtingarnar og ofbeldiðHversu mörg eru sakramentin? »

05.02.06

  11:59:14, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 279 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni

Lög gegn trúhatri samþykkt í breska þinginu

LONDON 4. feb. 2006 (Zenit/ICN).
Lagafrumvarp gegn trúhatri var samþykkt í breska þinginu með eins atkvæðis mun 31. jan. sl. eftir miklar umræður. Skv. lögunum er óheimilt að stuðla að hatri með tilliti til trúar, hvort sem er í töluðu máli eða skrifuðu, opinberlega eða í einkalífi. Þetta er þriðja tilraun stjórnarinnar síðan 2001 að koma á svona lögum.

Samkvæmt þeim er sá einn brotlegur sem með ásetningi viðhefur ógnanir í garð trúarhópa, en niðrandi ummæli eða móðganir teljast ekki brotleg. Sálnaveiðar, umræða, gagnrýni, móðganir og háð gegn trú telst ekki vera brot á lögunum.

Í Ástralíu gilda svipuð lög. Þar kom upp eitt tilfelli þar sem satanistar notuðu þau gegn gagnrýnendnum sínum. Múslimar í Ástralíu hafa einnig notað lögin gegn tveim mótmælendapredikurum og voru predikararnir dæmdir til að biðjast afsökunar á ummælum sínum sem voru álitin mjög móðgandi í garð múslima. Pell kardínáli í Sydney studdi ákvörðun fylkisstjórnar Nýju Suður Wales um að setja ekki lög sem bönnuðu níð eða óhróður um trúarbrögð. "Slík lög myndu grafa undan því frelsi sem þau eiga að vernda" skrifaði kardínálinn. Nokkru síðar vísaði dómari frá máli galdrakarls sem hélt því fram að Alfanámskeið Hjálpræðishersins sem hann sótti í fangelsi mismunaði honum á grundvelli nornatrúar hans.

RGB/Heimildir:
Independent Catholic News.
ZENIT - The World Seen From Rome

No feedback yet