« Að finna það bænaform sem hentar bestKoma Krists færði þeim frið og góðvild »

01.04.06

  20:18:10, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 211 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Ljósið sem hún kveikti í lífi mínu logi ennþá

Eitt sinn heimsótti Móðir Teresa gamlan mann, en enginn virtist hafa hugmynd um að hann væri til. Herbergið sem maðurinn bjó í var í algjörri óreiðu. Þar hafði ekki verið þrifið árum saman. Ekkert rafmagn var þar og gluggarnir voru huldir, þannig að maðurinn var í stöðugu myrkri.

Móðir Teresa fór að þrífa og taka til. Í fyrstu mótmælti maðurinn, en hún hélt áfram og þegar hann sá breytinguna, leyfði hann henni að halda áfram.

Skyndilega fann Móðir Teresa olíulampa. Hún tók hann upp, þreif hann og lagaði, setti olíu á hann og...

"Nei, ekki kveikja á honum!", hrópaði maðurinn.

"Hvers vegna ekki?" spurði Móðir Teresa.

"Vegna þess að ég kann vel við myrkrið og enginn kemur nokkurn tíma að heimsækja mig."

"En ef nokkrar systranna minna koma að heimsækja þig, viltu þá kveikja á honum?"
"Já, það skal ég gera", svaraði maðurinn.

Og svo fóru systurnar að heimsækja manninn og þá var kveikt á lampanum. Nokkrum mánuðum seinna sendi maðurinn þessi skilaboð til Móður Teresu: "Segið henni að ljósið, sem hún kveikti í lífi mínu, logi ennþá."

No feedback yet