« Hátíð Maríu af hinu gullna hjarta | Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 1 » |
„Ég er kominn að varpa eldi á jörðu.“ Ég kom úr hæðum upphimnanna og í leyndardómi holdtekju minnar opinberaði ég mig mönnunum til að kveikja eld hinnar guðdómlegu elsku í mannshjörtunum. „Hversu vildi ég, að hann væri þegar kveiktur!,“ það er að segja að hann verði ríkjandi í krafti Heilags Anda og glæði ótalin kærleiksverk!? ?
Því næst opinberar Kristur að hann muni deyja á krossi áður en þessi eldur taki að loga í mannkyninu. Það er í reynd hinar heilögu píslir Krists sem verðskulda slíka náðargjöf fyrir mannkynið og um fram allt annað er það endurminningin um þessar píslir sem glæða þennan loga í hjörtum hinna trúföstu: „Skírn á ég að skírast,“ eða með öðrum orðum: „Mér er ætlað samkvæmt guðdómlegri fyrirhugun að skírast blóðskírn og bókstaflega laugast í því blóði sem úthellt er á krossinum heiminum til endurlausnar líkt og í vatni og: „Hversu þungt er mér, uns hún er fullnuð!“ Eða með öðrum orðum uns píslarganga mín er fullkomnuð og ég get sagt: „Það er fullkomnað“ (Jh 19. 30).