« Slepptu takinu!Of áköf í trúboðinu »

28.02.08

  19:37:52, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 86 orð  
Flokkur: Við brosum!

Ljós og myrkur

Benediktíni, Dominíkani, Fransiskani og Jesúíti sátu saman í herbergi og ræddust við.

Þá slokknaði ljósið svo að koldimmt varð í herberginu.

Benediktíninn fór að biðja því hann kunni tíðabænirnar utan að.

Dominíkaninn gerði grein fyrir guðfræðilegum mismun á ljósi og myrkri.

Fransiskaninn lofaði Guð fyrir að hafa skapað bæði ljósið og myrkrið.

En allt í einu kom ljósið á ný.

Jesúítinn hafði farið fram í ganginn og skipt um öryggi.

No feedback yet