« Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir sonDagur ófæddra barna er 25. mars (Boðunardagur Maríu Guðsmóður) »

23.03.06

  10:13:48, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 187 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Ljóð andans (Cantico espiritual) eftir Jóhannes af Krossi á íslensku

Nú er þýðingu Ljóðs andans eftir Jóhannes af Krossi lokið og má finna ritið á Vefrit Karmels.

TENGILL

Sú þýðing sem liggur hér fyrir á íslensku er gerð eftir San Juan de la Cruz: Obras Completas, 5. Edicion, Edicion Critica sem gefin er út af Editorial de Espiritualidad, Madrid, 1993. Auk þess hef ég haft hliðsjón af enskri þýðingu föður Kieran Kavanoughs Ocd. Athugasemdirnar eru úr ensku útgáfunni. Til samræmis við spænsku útgáfuna hef ég sett númer erindanna úr „Ljóði A“ innan sviga.
Þýðing þessi er tileinkuð öllum þeim körlum og konum í rómversk kaþólsku kirkjunni og Rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi sem kosið hafa að ganga veg vaxtartakmarks Kristsfyllingarinnar (Ef 4. 13) í helgun sakramentis hjónabandsins.

Nýverið barst mér í hendur íkona hl. Jóhannesar af Krossi sem karmelsysturnar í Sýrlandi gerðu í tilefni 400 ára aldarminningar hans og má nú sjá í Karmelklaustrinu í Sevilla. Hugmyndin er sú að myndskreyta Ljóð andans með henni þegar skönnun íkonunnar er lokið.

Stutt æviágrip hl. Jóhannesar af Krossi má einnig finna á Vefrit Karmels í ritinu Regla Karmels Teresu (2. kaflanum).

TENGILL

3 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta er alveg gersamlega stórkostlegt ljóð Jón! Það er auðvitað mjög merkilegt séð í ljósi trúarinnar með ritskýringunum, en líkingamál þess er svo öflugt að það gæti alveg staðið eitt og sér sem sjálfstætt listaverk.

Íslenskunin er líka áferðarfalleg og svo áreynslulaus að maður gæti haldið að þetta hefði verið frumort á íslenskunni!
Hafðu heilar þakkir fyrir að tengja á það héðan af kirkjunetinu og kynna það fyrir okkur.

23.03.06 @ 21:05
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta eru mikil tíðindi, Jón, að þessi fagri texti, hreini, skarpi og skáldlegi hefur nú fengið íslenzkan búning og örugglega verðugan frumtextanum, svo fallegt er þetta. Ég verð þó að bíða betri tíma til að geta lagzt í djúpan lestur og stúdíu á þessu og hef þá aftur samband við þig. Á meðan, nafni og almennir lesendur: Til hamingju!

23.03.06 @ 23:49
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þessi auðmjúki karmelíti, Jóhannes af Krossi, er eitt höfuðljóðskálda spænskrar tungu og Spánverjar sjálfir skipa honum á bekk með Cervantes.

Halldór Kiljan Laxness var einnig undir sterkum áhrifum frá honum og þannig enduróma kenningar hans í Kristnihaldi undir Jökli þar sem Halldór persónugerir hann í Jóni Prímusi. En Hjalmar Gullberg, sá mikli meistari ljóðstafanna, batt sína þýðingu í stuðlað rím, gullfalleg þýðing og ein af perlum sænskra bókmennta.

Þakka hlýleg orð, en spænskan og íslenskan eru systkini í tjáningarríkum möguleikum ljóðheimanna.

24.03.06 @ 07:00