« Hvers vegna ræður kirkjan til pílagrímsferða?Fagna þú, drottning himinsins, allelúja. »

05.05.06

  21:14:46, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 70 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Liturinn á skrúðanum

Liturinn á skrúðanum hefur sérstaka merkingu.

Hvítt merkir sakleysi og andlegan fögnuð, (hátíðir Drottins, Guðsmóður, englanna, játendanna og meyjanna).

Rautt er litur elds og blóðs (hvítasunna, hátíðir píslarvottanna).

Grænt merkir von eilífs lífs (sunnudagarnir eftir þrettánda og hvítasunnu).

Fjólublátt merkir auðmýkt og iðrun (aðventan og fastan).

No feedback yet