« Ritningarlesturinn 14. október 2006Ritningarlesturinn 13. október 2006 »

13.10.06

  15:38:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 209 orð  
Flokkur: Bænalífið

Litaníu auðmýktarinnar

Raphael Merry de Val kardínáli (1865-1930) hafði til siðs að biðja að lokinni sérhverri messu:

Ó Jesús, auðmjúkur og af hjarta lítillátur,
hlýð á bæn mína:

Frá þránni eftir að verða virtur,
Frá þránni eftir að verða elskaður,
Frá þránni eftir að verða mikils metinn.
Frá þránni eftir að verða heiðraður.
Frá þránni eftir að verða lofaður,
Frá þránni eftir að verða valinn um fram aðra,
Frá þránni eftir að verða stjórnandi annarra,
Frá þránni eftir að verða vinsæll

Frelsa mig Jesús! . . .

Að aðrir verði meira elskaðir en ég,
Að aðrir verði meira virtir en ég,
Að ég megi minnka og aðrir stækka
í augum heimsins,
Að aðrir verði valdir en ég settur til hliðar,
Að aðrir verði lofaðir en ég ókunnur,
Að aðrir verði teknir um fram mig í öllu,
Að aðrir verði heilagri en ég, svo framarlega
sem ég öðlast þann heilagleika
sem mér er fyrirhugaður,

Ó Jesús, veit mér þá náð að þrá slíkt.

No feedback yet