« Aðeins Guð getur fyrirgefið syndirAð játast Guði »

13.04.08

  12:58:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 175 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Líkamleg lækning og andleg

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"Margir koma til mín til þess að fá líkamlega lækningu og hafa engan áhuga á andlegri lækningu. Einu sinni hringdi maður í mig og sagði mér að hann væri mjög slæmur í fætinum. Ég svaraði, "Ég skal biðja með þér fyrir andlegri og líkamlegri lækningu."

Hann sagði, "Nei, þetta er allt í lagi. Hugsa þú ekki um andlegu lækninguna. Það er bara fóturinn á mér sem þarfnast lækningar."

Ég sagði við hann, "Þú þarft ekki fótinn þinn til að komast til himna, en þú þarft heilbrigða sál."

Fólk er ekki alltaf meðvitað um þörf sína fyrir andlega lækningu. Þetta skapar hættu fyrir fólk sem sinnir lækningum. Við getum orðið of spennt og upptekin af líkamlegri lækningu. Hún ætti að leiða okkur til andlegrar lækningar og dýpra sambands við Jesú."

http://www.sisterbriege.com/

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

„Undarlegt og óskiljanlegt er hið kristna líf í augum heimsins.“ Hlýðum á orð Benedikts páfa XVI sem hann mælti þegar hann var innsettur í embætti þann 24. apríl 2005:

Í Austurlöndum nær tíðkaðist það að konungar kölluðu sig hirða fólksins. Þetta var táknmynd valds þeirra, kaldhæðnisleg líking: Í augum þeirra voru þegnar þeirra sem sauðir sem hirðirinn gat losað sig við að vild. Þegar hirðir allrar auðmýktar, hinn lifandi Guð, varð sjálfur lamb, þá skipaði hann sér stöðu með lömbunum, þeim sem troðnir eru undir fótum og deyddir. Það er með þessum hætti sem hann opinberar sig til að vera hinn sanni hirðir: „Ég er góði hirðirinn . . . Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina.“

Það er ekki valdið heldur elskan sem frelsar okkur! Þetta er tákn Guðs: Hann er sjálf elskan. Hversu iðulega óskum við þess ekki að Guð opinberi sig í meira valdi, að hann slái frá sér með áþreifanlegri hætti, sigri illskuna og skapi nýjan heim. Öll valdakerfi réttlæta sig sjálf einmitt með þessum hætti. Þau réttlæta alla tortímingu sem stendur í vegi framfaranna og frelsis mannkynsins. Við þjáumst vegna langlyndis Guðs. Þrátt fyrir þetta þörfnumst við langlyndis Guðs sem varð lamb og segir okkur að það sé hinn krossfesti Eini sem frelsar, en ekki þeir sem krossfestu hann. Heimurinn frelsast fyrir langlyndi Guðs. Það er óþolinmæði mannsins sem tortímir honum.

Mylla Guðs malar hægt en örugglega í langlyndi sínu. Tíbetar eru í hópi hinna hrjáðu – lambanna – og Guð hefur ekki gleymt þeim. Biðjum fyrir Tíbet!

14.04.08 @ 07:26
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Mig langar að víkja dálítið nánar að andlegri græðslu Kristselskunnar. Einn Englendinganna sem Japanir tóku höndum við fall Singapore í Annarri heimstyrjöldinni greindi frá eftirfarandi atviki í æviminningum sínum.

Ensku stríðsfangarnir voru fluttir með járnbrautarlest í þrælkunarbúðir inni í landi, meðal annars til að smíða brúna yfir Kvaifljótið. Á einni brautarstöðinni kom járnbrautarlest úr gagnstæðri átt sem var full af helsærðum japönskum hermönnum. Ósjálfráð viðbrögð Bretanna voru þau að hlaupa til næsta vatnskrana til að svala þorsta hinna hrjáðu og hlúa að þeim eftir bestu getu.

Japönsku varðmennirnir störðu þrumulostnir á þetta og vissu ekki hvernig þeir ættu að bregðast við vegna þess að þetta var þeim með öllu óskiljanlegt. Sama sagan endurtók sig við sigur Bandamanna. Japönsku fangaverðirnir flúðu í stórum hópum til fjalla vegna þess að þeir gengu út frá því sem vísu að Englendingarnir myndu drepa þá fyrir óhæfuverk þeirra. Smám saman þegar þeir komu svo niður úr fjöllunum og voru sendir heim til Japans, þá var þetta þeim óskiljanlegt með öllu.

Japanir og Kínverjar eru grimmlyndar þjóðir í hernaði vegna þess að þeir þekkja ekki Kristselskuna. Þetta gildir einnig um ógnarstjórn Kínverja í Tíbet. Biðjum fyrir Tíbet og Kína, að ráðamenn Kínverja megi hljóða andlega græðslu.

14.04.08 @ 08:08