« Focolare hreyfingin telur nú 2 milljónir meðlimaSkoskur kardínáli varar við stofnfrumufrumvarpi á YouTube »

27.04.08

  11:05:32, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 228 orð  
Flokkur: Helgir menn, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Líkami Padre Pio til sýnis

Greint var frá því í liðinni viku að jarðneskar leifar ítalska prestsins og dýrlingsins Padre Pio (1887-1968) væru nú til sýnis þangað til í september 2009 í ítalska bænum San Giovanni Rotondo. Lík prestsins er í glerkistu en það var tekið úr hvílu sinni hinn 3. mars sl. 40 ár eru liðin frá dauða prestsins en hann vakti mikla athygli og virðingu á Ítalíu og víða um heim á meðan hann lifði sem heilagur maður, skriftafaðir og predikari því þúsundir manna vitnuðu um kraftaverk eftir að hafa átt fund með honum. Einnig vakti athygli við Padre Pio að frá árinu 1918 og til dauðadags 1968 var hann með sár á höndum og fótum og voru þessi sár af mörgum talin vera hið svokallaða 'stigmata' fyrirbæri eða eftirmyndir sára Krists.

Jóhannes Páll II. páfi tók Padre Pio í tölu blessaðra 1999 og í tölu heilagra 2002. Sjá má frétt um þetta á mbl.is HÉR og á asianews.it HÉR. Umfjöllun Wikipediu um Padre Pio má finna HÉR. Jón Rafn Jóhannsson hefur fjallað um Padre Pio hér á kirkju.net og má finna íslenska þýðingu hans á bókinni Padre Pio - presturinn heilagi eftir Jim Gallagher HÉR.

Umfjöllun Catholicnews.com er að finna HÉR.

No feedback yet