« Prestkonungar Adamskynslóðarinnar – 1Sköpuð í elsku til að elska »

18.08.07

  08:09:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 378 orð  
Flokkur: Kynþáttahyggjan og átök þjóða

„Leyfið börnunum að koma til mín.“

Úr ávarpi Benedikts páfi XVI á Fimmta heimsdegi fjölskyldunnar í Valencía á Spáni, 8. júlí 2006:

Faðir og móðir hafa sagt fullkomið „já“ frammi fyrir ásjónu Guðs sem felur í sér kjarna sakramentisins sem sameinar þau. Hvað lýtur að innri sambandi fjölskyldunnar og fullkomleika þess, þá verða þau einnig að segja „já“ og samþykkja þau börn sem þau hafa fætt eða ættleitt sem öll bera sín persónulegu einkenni. Með þessum hætti munu börnin alast upp í andrúmslofti viðurkenningar og ástúðar og þegar þau hafa komist til nægilegs þroska þráð að segja „já“ gagnvart þeim sem gáfu þeim lífið . . .

Kristur hefur ætíð leitt okkur fyrir sjónir háleitasta takmark lífs okkar og þar með fjölskyldulífsins: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína“ (Jh 15. 12-13). Elsku Guðs hefur verið úthellt yfir okkur sjálf í skírninni. Þar af leiðandi hafa fjölskyldurnar meðtekið þá köllun að leggja rækt við þessa sömu elsku vegna þess að Drottinn gerir okkur kleift í krafti mennskrar elsku okkar að vera næm, ástrík og miskunnsöm eins og Kristur.

Ásamt því að miðla trúnni og elsku Guðs er einhver mesta ábyrgð fjölskyldunnar fólgin í því að ala upp frjálsa og ábyrga einstaklinga. Af þessum ástæðum verða foreldrarnir í stigvaxandi mæli að veita börnum sínum meira frelsi, jafnframt því að vaka yfir þessu frelsi. Ef börnin sjá að foreldrarnir, og almennt séð allir hinna fullorðnu umhverfis þau, lifa í gleði og ákafa þrátt fyrir öll aðsteðjandi vandamál, þá munu þau sjálf leggja rækt við þessa „lífsgleði“ sem mun hjálpa þeim að sigrast á óhjákvæmilegum hindrunum og vandamálum sem hluta lífsins af hyggindum.  Þegar fjölskyldur eru auk þess ekki sjálfhverfar lærist börnunum að allir menn verðskulda það að vera elskaðir og að sérhver manneskja sé umvafin í alheimslegu bræðralagi sem er grundvallaratriði.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Kæru bræður og systur. Íhugið af fyllstu alvöru hversu mjög boðskapur hins heilaga föður stangast á við ófagnaðarerindi dauðamenningar fósturmorðanna.

Í hvert sinn sem hinn heilagi faðir og heimskirkjan boða fagnaðarerindi lífsins fara þúsundir prentvalsa fjölmiðlavalds veraldarhyggjunar af stað og úthhrópa þetta fagnaðarerindi sem illsku.

Lesandinn getur svo sjálfur velt því fyrir sér hvar uppsprettu slíkrar afstöðu er að leita.

18.08.07 @ 08:14