« Frægur, þýzkur organisti spilar í Hallgrímskirkju um helgina | Enn frekari brot Georgs skólastjóra gerð opinber » |
Í Fréttatímanum 8.–10. júlí (nýútkomnum) er að finna ofurlitla klausu á bls. 2:
"Leiðrétting
Í umfjöllun Fréttatímans 24. júní um kynferðisbrot í Landakotsskóla var ranglega sagt að Hinrik Frehen hefði verið sá biskup kaþólsku kirkjunnar sem fékk ábendingar um kynferðisbrot árið 1963. Hið rétta er að þá var annar maður biskup kaþólskra á Íslandi. Hinrik Frehen tók ekki við sem biskup fyrr en 1968. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Þau voru blaðsins en ekki viðmælandans."
Við þessa frétt í blaðinu má bæta, að þá fyrst kom Hinrik Frehen til Íslands, er hann hafði verið valinn biskup kaþólskra. Hann gegndi aldrei neinu öðru embætti hér, fyrr en hann var kallaður til biskupsdóms.
Blessuð sé minning þessa mæta manns. –JVJ.
Síðustu athugasemdir