« Fyrirgefning er ekki nógJóhannes XXIII »

07.04.06

  08:28:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 158 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Leið smáblómsins

Í sjálfsævisögu sinnar „Saga sálar“ segir Heilög Teresía frá Lisieux okkur hvað gerðist þegar hún sagði föður sínum frá því í fyrsta skipti að hún vildi gerast Karmelnunna.

Þau voru ein í garðinum. Þegar hún sagði honum hvað henni lá á hjarta gekk hann að lágum steinveggi og sýndi Teresu hvít smáblóm sem uxu þar. Hann tók eitt þeirra og gaf Teresu. Hann útskýrði fyrir henni með hve mikilli umhyggju Guð hefði látið það vaxa og blómgast. Teresa gerði sér ljóst að þetta var nákvæmlega það sem Guð var að gera við hana.

Teresa virti blómið vandlega fyrir sér. Það hafði enn ræturnar svo það gat lifað áfram á öðrum stað.

Leið blómsins var leið Teresu sjálfrar og hún blómgaðist svo sannarlega á „Karmelfjallinu“.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Bæn

Heilög Teresa, litla blómið.
Týndu fyrir mig rós í hinum himneska
skrúðgarði og send mér sem ástarvott.
Bið þú Guð að verða við því bænarefni
sem ég ber fram og segðu honum
að ég muni elska hann sífellt meira
á hverjum nýjum degi.

Þessa bæn ásamt 5 Faðirvorum, 5 Maríubænum og 5 Dýrðarbænum á að bera upp í 5 daga í röð. Á 5. degi ber að biðja ofannefndar bænir 10 sinnum.

07.04.06 @ 08:32