« Heil. Makaríus (?-405), eyðimerkurfaðir í Egyptalandi – Að vaka í bæn eftir komu Guðs„Hreinsaðu fyrst bikarinn innan“ – Hl. Jóhannes Eudes »

27.08.08

  07:06:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 246 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Baldwin frá Ford (?-um1190), ábóti í sistersíanreglunni – Drottinn, fjarlægðu steinhjarta mitt

Okkur ber að elska Krist eins og hann elskaði okkur. Með þessu gaf hann okkur fordæmi svo að við gætum fylgt í fótspor hans (1Pt 2. 21). Því segir hann: „Legg mig sem innsiglishring við hjarta þér“ (Ll 8. 6). Þetta er líkt og hann hefði sagt: „Elskið mig eins og ég elska ykkur. Hafið mig í huga ykkar, endurminningu, löngunum, þrám, andvörpum og tárum. Minnstu þess, mannkyn, hvernig ég skapaði þig, hvernig ég upphóf þig yfir allt hið skapaða, hvernig ég hóf þig til slíkrar tignar, hvernig ég hef krýnt þig með sæmd og heiðri, hvernig ég gerði þig litlu minni en englana og lagt allt að fótum þínum (Spr. Sl 8. 6-7). Minnstu ekki einungis þeirra hluta sem ég hef fært þér í hendur, heldur allrar þeirrar óverðskulduðu harmkvæla sem ég leið fyrir þig . . . Ef þú elskar mig, sýndu þá að þú elskar mig! Elskaðu mig í verki og sannleika, en ekki einungis með innantómum orðum . . . Legðu mig eins og innsiglishring við hjarta þér svo að þú elskir mig af öllum mætti . . .

Ó Drottinn! Tak steinhjartað úr mér. Upprættu harðýðgi hjarta míns. Fjarlægðu óumskorið hjarta mitt. Gefðu mér nýtt hjarta, hjarta úr holdi, hreint hjarta! (Spr Esk 36. 26). Þú sem hreinsar hjörtun, þú sem elskar hreint hjarta. Gerðu hjarta mitt að þínu og dveldu hið innra með því.

(Hugvekja 10, Patrologia latina 204, 515-516).

No feedback yet