« Abba Makaríos og skrattinn | Abba Ísak og Faðirvorið » |
Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 8. mars er úr Lúkasarguðspjalli 11. 29-32
Þegar fólk þyrptist þar að, tók hann svo til orða: „Þessi kynslóð er vond kynslóð. Hún heimtar tákn, ein eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar. Því Jónas varð Nínivemönnum tákn, og eins mun Mannssonurinn verða þessari kynslóð. Drottning Suðurlanda mun rísa upp í dóminum ásamt mönnum þessarar kynslóðar og sakfella þá, því að hún kom frá endimörkum jarðar að heyra speki Salómons, og hér er meira en Salómon. Níninvemenn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og sakfella hana, því að þeir gjörðu iðrun við prédikun Jónasar, en hér er meira en Jónas.
Lát þú þetta eigi verða að verðleika órum
Margir menn leiða sig sjálfir í freistni. Þeir bakferla of mjög, það er þeir biðja Guð, og er harla hættlegt, að Guð leiði þá í freistni, það er fyrir dóm sinn réttan, og hlífi þeim eigi í freistninni og fái þeim færi til fýsnar þeirra af réttri reiði sinni, að þér, er saurgir vilja vera, skuli snaust kost eiga. Nú biðjum vér svo: Lát þú þetta eigi verða að verðleika órum, heldur leystu oss frá illu, frá syndum og svikum, sóttum og sorgum og allri þessa heims meinsemi. [1]
[1]. Hómilíubók, bls. 43.
AVE CAESAR, MORITURI TE SALUTANT! (Heill þér keisari, hinir dauðvona heilsa þér! Kveðja skylmingarþrælanna í Róm).
Tákn fyrri kynslóðarinnar voru reykspúandi ofnar útrýmingarbúða sósíalfasismans og þjóðernissósíalismans.
Tákn þessarar kynslóðar reykspúandi ofnar fóstureyðingarstóriðjunnar.
Tákn fyrstu kynslóðarinnar fallöxin þar sem allir sem krupu ekki fyrir gyðju „mennta og frelsis“ voru afhöfðaðir.
Tákn þeirrar komandi reykspúandi ofnar líknarmorðastöðvanna og misheppnaðrar mannsköpunar (Frankensteinatálsýnin).
Lát þú þetta eigi verða að verðleika órum!