« ÆttartalaNávist Krists með orði hans og krafti Heilags Anda »

22.05.08

  20:29:01, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 328 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Læknið sjúka!

1508. Heilagur Andi gefur sumum sérstakar náðargáfur til að lækna [118] svo að kraftur náðar hins upprisna Drottins verði sýnilegur. En jafnvel áköfustu bænum er ekki ætíð gefið að lækna alla sjúkdóma. Þannig verður heilagur Páll að læra frá Drottni að “náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika” og að þjáningin sem þola verður getur merkt að “það sem enn vantar á þjáningar Krists, uppfylli ég með líkamlegum þjáningum mínum til heilla fyrir líkama hans, sem er kirkjan”. [119]

1509. (1405) “Læknið sjúka!” [120] Þessa skipun fékk kirkjan frá Drottni og hún kappkostar að hlýða henni með því að annast sjúka og fylgja þeim með ………

……… árnaðarbænum sínum. Hún trúir á lífsgefandi nærveru Krists, læknis sálar og líkama. Það er fyrir sakramentin að þessi nærvera er sérstaklega virk, og á fullkomlega einstakan hátt er hún virk fyrir evkaristíuna, brauðið sem gefur eilíft líf og heilagur Páll segir að tengist líkamlegri heilsu. [121]

1510. (1117) Eigi að síður hefur hin postullega kirkja sína eigin helgiathöfn sem heilagur Jakob vitnar um: “Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga [presta] safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.” [122] Erfikenningin hefur vottað að í þessari helgiathöfn er fólgið eitt af sakramentunum sjö. [123]
_______
_______

118 Sbr. 1Kor 12:9, 28, 30.
119 2Kor 12:9; Kól 1:24.
120 Mt 10:8.
121 Sbr. Jh 6:54, 58; 1Kor 11:30.
122 Jk 5:14-15.
123 Sbr. annað kirkjuþingið í Konstantínópel (553): DS 216; kirkjuþingið í Flórens (1439): 1324-1325; kirkjuþingið í Trent (1551) 1695-1696; 1716-1717.
_______
_______

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet