« Líknarmorðahreyfingin flettir ofan af takmarki sínuÍ skugga Hitlers og Himmlers: Um útrýmingu „undirmenna“ og ræktun „ofurmenna“ »

27.04.06

  07:02:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 128 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Kveðjuorð

Kæru lesendur! Sökum bágs heilsufars og að ráði læknis læt ég nú af skrifum mínum hér á kirkju.net. Þá fáu mánuði sem skrif mín hafa staðið yfir hafa þau óhjákvæmilega krafist bæði tíma og orku, og þannig haft truflandi áhrif á meginverkefni mitt sem er að þýða rit hina heilögu Karmels. Ég óska kirkju.net alls velfarnaðar í framtíðinni.

Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem sent hafa mér hlý orð og hugsanir vegna skrifa minna. Framvegis mun ég birta greinar og hugleiðingar um lífsverndarmál á Vefrit Karmels.

Guð blessi ykkur öll,

Jón Rafn Jóhannsson ocds.

6 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kæri Jón Rafn. Það hryggir mig að vita þig hverfa héðan á braut eftir allt það mikla og góða samfélag sem við höfum átt í tengslum við þáttttöku þína á þessu vefsetri og þitt dýrmæta framlag til þess. Þú hefur verið ótrúlega afkastamikill á tiltölulega skömmum tíma og lagt svo margt gjörhugult og vel upplýst til málanna, hvort sem það hefur verið á sviði hinnar heilögu arfleifðar kirkjunnar, með áherzlu á helgitexta Biblíunnar, útleggingu þeirra og arfinn frá kirkjufeðrunum, eða á samtíðar- og framtíðarmálefnin, einkum mál lífsverndar, málsvörn hinna ófæddu og viðvaranir þínar vegna yfirvofandi þjóðahruns í Evrópu, einnig siðferðismál, sem nú er um deilt og margir kristnir menn sýna lítinn skilning eða Biblíu-trúfesti, sem og horfurnar ískyggilegu varðandi hlut kristins siðar og ítök hans í hugum fólks, meðan veraldarhyggjan heldur áfram landvinningum sínum í siðum manna og viðmiðum og Islam rís til stórfelldra, ófyrirséðra áhrifa í gömlu álfunni. Alls staðar í öllum þessum málum hefur þú reynzt vera glöggur sjáandi á samtíðarmeinin og framvindu mála jafnt sem gildin ævarandi sem frelsari okkar Drottinn Jesús Kristur hefur flutt inn í líf okkar og þjóðanna. Helzt vildi ég halda þér hér til eilífðarnóns, bróðir, en ef þú neyðist til að hverfa frá vegna heilsu þinnar og álags, vona ég að það verði einungis tímabundið, og þá hlakka ég til endurkomu þinnar.

Já, ég veit það getur verið álag að standa hér í vitnisburði fyrir sannleikann, stundum undir harðri gagnrýni andmælenda úr hópi veraldarhyggjumanna, sem við höfum opnað dyrnar fyrir til að hlusta á og eiga við þá orð. Hafi baráttan fyrir hinum góða málstað Krists reynt á heilsu þína og þrek, bið ég algóðan Guð að styrkja þig og blessa á allan hátt og launa sínum trúa þjóni allt það góða sem hann hefur unnið fyrir þennan netmiðil og þá, sem njóta góðs af skrifum þínum. Hann fylli viðkvæm lungu þín heilnæmu lofti og krafti til góðra hluta. Vegni þér vel með þýðingarverk þitt, sem þú vinnur sem fyrr í sjálfboðavinnu fyrir veldi andans og íslenzkan söfnuð Guðs. Og þakka þér samstöðuna, vinur, og félagsskapinn að þessum verkefnum, skemmtileg samskipti í skeytasendingum og tilfinninguna fyrir því, að við séum að byggja hér upp eitthvað gott – þetta hefur verið mér miklu meira virði en svo, að ég geti tjáð það hér með nokkrum orðum.

Þinn einlægur, þakkláti bróðir Jón Valur Jensson.

27.04.06 @ 08:48
Athugasemd from: Magnús
Magnús

Þú ert vafalaust besti höfundurinn á þessari síðu og án þín verður ekki eins áhugaverð. Vonandi getum við notið greina þinna á ný síðar.

innleggi breytt af MIS kl. 17.33

27.04.06 @ 15:32
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Kæri Jón.
Það verður sjónarsviptir af brotthvarfi þínu héðan af kirkju.net og eftirsjá í skeleggum stíl þínum, hugleiðingum og þýðingum. Einlægar lífsreynslusögur þínar eru líka eftirminnilegar og hafa án efa skilið mikið eftir. Hafðu bestu þakkir fyrir.

Ég bið og vona að kraftar þínir og heilsa verði það góð að þú getir ekki bara lokið því verkefni sem þú hefur ætlað þér heldur líka snúið aftur í einhverjum mæli til þessara starfa síðar. Ég þakka hlý orð þín í garð vefritsins, óska þér alls hins besta og bið þér blessunar Guðs.

Bestu kveðjur,
Ragnar.

27.04.06 @ 16:06
Athugasemd from: Guðmundur Pálsson
Guðmundur Pálsson

Blessaður sértu vinur í andanum Jón Rafn.

Ég var að sjá kveðjuskrif þín á kirkjunetinu og
líst heldur illa á að þú sért að hætta skrifum á
þessum vettvangi.

Ég hef fylgst vel með þessari síðu eins og margir
aðrir sem er annt um kristna menningu hér á
Íslandi.

Afköst þín hafa verið mikil, já nánast furðanlega mikil, og víst er að ég dauðsé eftir textunum þínum sem hafa verið
afburðagóðir.

Ég vona innilega kæri minn að þú getir sent inn
einstaka pistil við og við.

Jafnframt vil ég þakka þér mikið fyrir þetta góða
framlag þitt og óska þér Guðs blessunar.

Guðmundur Pálsson

27.04.06 @ 19:25
Guðmundur Daði Haraldsson

Jón Rafn: Mér þykir leitt að heyra að þú þurfir að hætta að skrifa hér, ég vona að heilsan verði betri og að þú getir einbeitt þér að því sem þér finnst áhugaverðast. Vegni þér vel í framtíðinni.

27.04.06 @ 23:23
Þórður Sveinsson

Ég tek undir með Guðmundi Daða. Gangi þér vel, Jón Rafn, þar á meðal með þýðinguna.

28.04.06 @ 14:36