« Ættartala | Elskið óvini yðar » |
14 myndir er sýna þjáningaleið Krists til Golgata.
I+
Jesús er dæmdur til dauða.
Þrátt fyrir það segir hann: "Fyrir því elskar Faðirinn mig að ég legg líf mitt í sölurnar, svo að ég fái það aftur. Enginn tekur það frá mér, heldur legg ég það sjálfur í sölurnar." Jóh. 10,17-18
II+
Jesús ber sinn kross.
Vissulega er það rétt að "hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora." Matt.8,17b
III+
Þegar krossbyrðin var orðin of þung, féll Jesús í fyrsta sinn.
IV+
María var viðstödd alla þessa sorgargöngu. "Þjáning hennar var eins mikil og víðátta hafsins."
V+
"Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú." Lúk. 23,26
VI+
Kona ein þerrar svitann af andliti Jesú.
"- svo afskræmd var ásýnd hans framar en nokkurs manns og mynd hans framar en nokkurs af mannanna sonum -" Jes. 52.14
VII+
Jesús heldur áfram. Hann örmagnast meir og meir. Hann fellur í annað sinn.
VIII+
"En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna er hörmuðu hann og grétu." Lúk. 23,27
IX+
Jesús gæti sagt í bæn sinni: "Faðir bænheyr þú mig. Nú dreg ég brátt andann í síðasta sinn."
X+
Hermennirnir "gáfu honum vín að drekka, galli blandað ... Þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér." Matt. 27,34-35
XI+
Því næst krossfestu þeir hann. Jesús var ekkert nema gæskan og fyrirgefningin, enda þótt hann héngi á krossinum. "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra." Lúk. 23,34
XII+
Og það líður ekki á löngu þangað til hann deyr. "Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína." Jóh. 15,13
XIII+
Líkami Jesú er tekinn niður af krossinum. Ef við hugsum okkur Jesúm, sem dó fyrir okkur, gætum við sagt á þessa leið: "Heilagi Faðir, meðtak þú Son þinn Jesúm sem hjálpræðisfórn fyrir alla menn."
XIV+
"En á staðnum, þar sem hann var krossfestur, var grasgarður og í garðinum ný gröf ... Þar lögðu þeir Jesúm." Jóh. 19,41-42
---
---
Páskamorgunninn ljómar í ljósi upprisunnar. Drottinn er upprisinn, hallelúja!
((( Kafli úr bók KOMIÐ OG SJÁIÐ. )))