« Vegur kærleikans – Hl. Katrín frá Siena, kirkjufræðariÁkall til Heilags Anda »

17.04.08

  06:28:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 304 orð  
Flokkur: Bænalífið, Kristselskan

Kristselskan felur í sér allar kallanir – Hl. Teresa af Jesúbarninu (Teresa litla), karmelnunna og kirkjufræðari

Að vera brúður þín, ó Jesús, að vera karmelíti og vera í sameiningu við þig til að verða að móður sálnanna, á þetta ekki að nægja mér? En sú er ekki raunin. Það leikur ekki nokkur vafi á því að í þessum þremur köllunum felst hin sanna köllun mín: Karmelíti, brúður og móðir. En ég finn aðrar kallanir hið innra með mér . . . Ég finn þörfina og þrána til að framkvæma mestu hetjudáðir fyrir þig, ó Jesús. Þrátt fyrir smæð mína vildi ég upplýsa sálirnar eins og spámennirnir og kirkjufræðararnir. Ég hef fengið köllun til að vera postuli. Ég vildi ferðast um allan heiminn til að predika nafn þitt og gróðursetja hinn dýrlega kross í jörð vantrúarinnar. En Ástmögur minn, ein köllun myndi ekki nægja mér. Ég vildi predika Fagnaðarerindið í öllum heimsálfunum fimm samtímis og jafnvel í fjarlægustu eylöndum. Ég vildi vera trúboði, ekki einungis í nokkur ár, heldur frá upphafi sköpunarinnar allt til loka aldanna . . .

Ó Jesús minn! Hvernig svarar þú þessari flónsku minni? Er nokkur sál jafn smá og vanmegna eins og einmitt mín? Engu að síður og jafnvel einmitt vegna vanmáttar míns hefur þér þóknast, ó Drottinn, að verða við smáum og barnalegum löngunum mínum. Og í dag þráir þú að uppfylla aðrar langanir sem eru alheiminum meiri . . . Ég skildi að elskan felur í sér allar kallanir, að elskan væri allt, að hún umvefji alla tíma og staði . . . eða í sem fæstum orðum, að hún er eilíf! . . . Loks hef ég fundið köllun mína . . . Köllun mín er Elskan.

No feedback yet