« Álitsgjafinn (der Besserwisser)Var Adam Biblíunnar einstaklingur eða samfélagsheild? »

21.02.06

  17:10:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 592 orð  
Flokkur: Bænalífið

Kraftur Guðs og bænarinnar

Ég skrifaði grein um ljósastólpa bænarinnar og kraft einhvern tímann í janúar, en því miður hefur hún glatast við flutning yfir á annað vefsvæði. Ég endurtek því hér nokkrar þeirra staðreynda sem þar var vikið að. Ég geri mér fyllilega ljóst að strákarnir á Vantrúarnetinu verða alveg spólvitlausir þegar þeir lesa þessa grein, en það er einungis allt gott um það að segja.

Orðið dynameos eða kraftur kemur fyrir um það bil fimmtíu sinnum í bréfum Páls postula og er samofið hinni Eilífu fæðingu Orðsins og þar með Guðsmóðurinni: „Heilagur Andi mun koma yfir þig og KRAFTUR hins Hæsta mun yfirskyggja þig“ (Lk 1. 35). Jafn samofið og orðið kraftur er hinni blessuðu mey kemur það því ekki á óvart að hann hefur opinberast með áþreifanlegum hætti á einum opinberunarstaða hennar, það er að segja í Medjugorje. Það er einnig hér sem þessi kraftur hefur bókstaflega verið mældur með vísindalegum hætti í FYRSTA SKIPTIÐ Í MANNKYNSSÖGUNNI. Rannsóknarniðurstöðurnar voru birtar í Etudes medicales et scientifiques sur les apparitions de Medjugorje, eftir þá prófessor Henry Joyeux og Abbé René Laurentin. [1]

Það var prófessor Boguslav Lipinski frá University of Boston sem mældi það sem nefna má ofurorkusvið í kapellu Jakobskirkjunnar í Medjugorje frá 15. til 19 mars 1985. Tækið sem Lipinski notaði við mælingar sínar var svo nefnt „elektróskóp,“ Model BT 400 Biotech framleitt í Kanada. Mælieiningin var mR/Hr eða millirad á klukkustund á logóriþmískum mælikvarða sem spannar sviðið 0 til 100.000 mR/Hr. Þegar prófessor Lipinski framkvæmdi mælingarnar klukkan 6 síðdegis þann 16. mars, rétt áður en opinberunin hófst, mældist orkusviðið í kapellunni vera 100,000 mR/Hr sem er langt fyrir ofan þau áhættumörk útgeislunar sem mannslíkaminn er talinn geta þolað sem er 0, 1 rad á dag. Í sérstökum hlífðarbúningum í kjarnorkuverum er talið að mannslíkaminn geti þolað 2, 5 rad daglega.

Klukkan 11 um morguninn gáfu allar mælingar til kynna eðlilegt svið útgeislunar. Sjálfur gat Lipinski ekki útskýrt þetta ofurorkusvið öðru vísi en sem áhrif bæna og föstu! Hann staðhæfði að geislavirk áhrif frá kjarnorku væru með öllu útilokuð þar sem allir viðstaddra hefðu samstundis látið lífið. Því nefndi hann orkusviðið einfaldlega SE (spiritual energy). Þetta ofurorkusvið er einfaldlega langt yfir þeim mörkum sem mannslíkaminn fær staðist. Lipinski mældi áhrif orkusviðsins allt að í 25 kílómetra fjarlægð frá miðju uppsprettu þess, eða eins langt og honum var heimilað þar sem stjórn kommúnista sat enn að völdum í landinu og kom í veg fyrir allar frekari rannsóknir. Þetta ofurorkusvið  minnir okkur óhjákvæmilega á ummæli sjálfs Krists, að ekkert sé Föður hans um megn:

Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn (Mt 17. 20).

Eða með öðrum orðum: Sönn kristin bæn verður að farvegi þess sama kraftar sem reisti Krist upp frá dauðum. KRAFTUR GUÐS FÖÐUR HANS.

[1]. Etudes medicales et scientifiques sur les apparitions de Medjugorje, Edition de O.E.I.L., Paris 1985, bls. 126.

Sjá ennfremur:

http://www.tabernacleoftheheart.com/Tabernacle%20Project/icelandic_site/meditation_34.html

No feedback yet