« 67. staðfesta kraftaverkið í LourdesÁlitsgjafinn (der Besserwisser) »

24.02.06

  10:28:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 2361 orð  
Flokkur: Kraftaverk

Kraftaverkið í Hiroshima þann 6. ágúst 1945

Orðið kraftaverk á íslensku er ágætt orð sem lýsir vel áhrifamætti þess ofurorkusviðs sem mælt var í Medjugorje. Það er afar sjaldan sem kirkjan viðurkennir tilvist kraftaverka, og þá einungis eftir ítarlega rannsókn fjölmargra sérfræðinga. Engu að síður eiga þau sér stað. Þannig er það hópur sérfræðinga sem skipaður eru úr ýmsum greinum læknisfræðinnar sem fer yfir allar „lækningar“ í Lourdes. Afar fá tilvik sleppa í gegnum þetta nálarauga sérfræðinganna. Síðar mun ég víkja að einu slíku atviki um kraftaverkalækningu sem samþykkt var nýverið og öll gögn lágu fyrir hendi, þar með sjúkrasaga og læknaskýrslur viðkomandi sjúklings.

Eitt af því sem sérfræðingar veittu athygli í Medjugorje var að önnur veðurfarskilyrði virtust vera ríkjandi í næsta umhverfi Jakobskirkjunnar í Medjugorje en á svæðinu í kring. Annað dæmi eru þær tvær tilraunir sem gerðar voru þegar serbneski herinn hóf stórskotahríð á kirkjuna. Öll geiguðu skotin. Og þið megið trúa mér að miðunartæknin er háþróuð í nútíma hernaði þar sem skotið er eftir hnitum með elektrónískum fjarlægðarmælum. Látið mig vita það, bæði er ég sjálfur menntaður í mælingafræðum og svo var mér falið það leiðinlega starf á sínum tíma, að fylgjast með nýjustu fréttunum úr fyrra Persaflóastríðinu. Þá var langdrægum eldflaugum skotið frá herskipum Bandaríkjamanna á Persaflóanum á Bagdad, og reyndar fleiri staði. Allt var þetta gert eftir hnitum og eldflaugarnar misstu ekki marks.

Efahyggjumenn (sceptics) neita tilvist kraftaverka. Þeir leita að öllum öðrum hugsanlegum skýringum, ef þær eru þá tiltækar. En hvað þá þegar þær eru ekki fyrir hendi? Kraftaverkið í Hiroshima er dæmi um slíkt. Þann 6. ágúst 1945 varpaði B-29 sprengiflugvél kjarnorkusprengju á Hiroshima. Á minningarplötunni í Friðargarðinum í Hiroshima voru 202.118 nöfn fórnardýra komin 1997, en talan er líklega ívið hærri. [1] Allt innan einnar mílu hringferils var tortímt fullkomlega. Innan þessa hrings, dvöldu nokkrir jesúítafeður. Fyrir utan nokkrar smá skeinur komust þeir allir lifandi af úr þessum hildarleik.

Í liðlega eins kílómeters fjarlægð frá sprengjumiðjunni stóð prestahúsið ásamt viðbyggðri kirkju. Húsin stóðu uppi eftir sprenginguna. Að þakinu undanskildu stóð kirkjan uppi óskemmd. Í sjálfu prestahúsinu dvöldu prestarnir átta. [2]

Það hefur aldrei verið unnt að útskýra hvernig þessir átta menn lifðu þessar skelfingar af. Hvers vegna húsið [3] stóð uppi óskaddað er leyndardómur enn í dag. Samkvæmt því sem Dr. Stephen Rinehart segir var hér um 15-20 kílótonna sprengju að ræða. Hitinn í kílómeters fjarlægð frá sprengjumiðjunni ætti þannig að vera 30.000 gráður (F). Útgeislunin í millisekúndum var meiri en 100.000 (F), ef til vill jafnvel 1.000.000 (F). Í reynd má fullyrða að þetta svæði hafi verið einn glóandi eldhnöttur. Þvermál eldhnattarins hefur líklega verði tveir til fjórir kílómetrar. Öll bómullarklæði brenna við 350 (F), líklegast 250 (F). Lungun hætta líklega að starfa eftir einnar mínútu inn og útöndun (jafnvel einungis eftir nokkrar sekúndur]. Engin maður hefði átt að lifa slíkt af og ekkert að vera uppistandandi innan kílómeters frá miðju sprengingarinnar.

Þungi hljóðbylgjunnar frá sprengingunni hefur átta að nema 600 psi (pundum á þumlung). Hús sem eru ekki sérstaklega styrkt eða múrveggir (eins og gengdi um kirkjuna og prestahúsið) falla við 3 psi og að sjálfsögðu skemmir hún einnig gluggagler og umgjarðir. Við tíu psi verður mannslíkaminn fyrir alvarlegum lungnaskemmdum og hjartatruflunum, hljóðhimnur springa við 20 psi og útlimir losna frá búknum. Höfðuðið losnar af búknum við 40 psi og engin mannvirki standast slíkan þrýsting. Við 80 psi verða málmstyrkt mannvirki fyrir alvarlegum skemmdum og engin maður lifa slíkt af vegna þess að höfðuðkúpan lætur undan.

Eða í sem fæstum orðum. Engin lögmál eðlisfræðinnar geta varpað ljósi á það hvernig jesúítarnir lifðu þessar hamfarir af. Allir sem hefðu dvalið í þessari fjarlægð frá sprengjumiðjunni hefðu orðið fyrir svo mikilli geislavirkni, að þeir hefðu látið lífið innan örfárra mínútna. Engin kunn aðferð er þekkt þar sem unnt er að hanna úraníum 235 atomsprengju sem hefur ekki mikil áhrif utan þess svæðis sem eldhnötturinn huldi.

Út frá vísindalegu sjónarmiði er ekki unnt að finna neina rökræna skýringu á því hvernig jesúítarnir komust óskaddaðir frá þessum hamförum í Hiroshima, að minsta kosti sem við þekkjum í dag eða í komandi framtíð. Hvernig útskýra prestarnir þetta sjálfir, það er að segja hvernig þeir sluppu úr gini dauðans? Hér er hin ótrúlega saga eins og Faðir Hubert Schiffer (sem nýlega er andaður) greindi föður Paul Ruge frá henni:

Þann 6. ágúst 1945 að morgni, skömmu eftir að hann hafði lokið við að syngja messuna fór hann í borðsalinn til að fá sér morgunverð. Hann var í þann veginn að skera grapealdin þegar hann sá ofurskært ljósleiftur. Það fyrsta sem kom í huga hans var sprenging á hafnarsvæðinu (þetta var hernaðarlega mikilvægur staður þar sem Japanirnir settu olíu á kafbáta sína).

Eða með orðum föður Schiffers: „Skyndilega heyrði ég skelfilega sprengingu sem fyllti loftið líkt og þrumuleiftur. Ósýnilegur kraftur hóf mig á loft af stólnum þar sem ég sat og fleygði mér til, bókstaflega lamdi mig sundur og saman og ég hringsnérist í kringum sjálfan mig líkt og lauf í haustvindi.“ [4]

Það næsta sem hann mundi eftir sér var að hann lauk upp augunum og leit út um gluggann og sá EKKERT þegar hann horfði í átt til járnbrautarstöðvarinnar og allar byggingar voru jafnaðar við jörðu.

Eina líkamstjónið sem faðir Schiffer varð fyrir voru nokkur glerbrot sem sátu föst í hálsi hans að aftanverðu. [5] Að öðru leyti kenndi hans sér einskis meins fremur en hinir prestarnir sjö. Eftir að Bandaríkjamenn höfðu sigrað í stríðinu rannsökuðu herlæknar hann og sérfræðingar á vegum hersins greindu honum frá því, að geislavirknin hefði unnið honum óbætanlegt tjón. Fjölmargir þeirra Japana sem lifðu hamfarirnar af í úthverfum Hiroshima hafa orðið að glíma við slíkar afleiðingar allt fram á daginn í dag. Við frekari rannsóknir herlæknanna kom í ljós að engra ummerkja geislavirkra áhrifa varð vart, fremur en annarra afleiðinga af völdum sprengjunnar. Hið sama gengdi um hina jesúítafeðurna.

Faðir Schiffer og hinir prestarnir sjö þökkuðu þetta vernd Panhagíunnar, hinnar alsælu meyjar og Guðsmóður og því að þeir báðu daglega Fatímarósakransinn. Alla tíð meðan honum entist líf og heilsa þakkaði hann hinni alsælu Guðsmóður fyrir þessa vernd.

Kraftaverk eða ekki? Alvitringarnir á Vantrúarnetinu geta vafalaust upplýst okkur „kuklarana“ um það sem hér átti sér stað. Þeim ætti að reynast það heldur léttsótt þar sem hér er um „upplýsta“ menn að ræða. En sjálfur trúi ég því að hér hafi verið um kraftaverk að ræða. Næst mun ég fjalla um síðasta kraftaverkið í Lourdes.

[1]. Í Hiroshima bjuggu um 500.000 manns. Talið er að allt að 100.000 manns hafi látist við sprenginguna sjálfa, allflestir innan marka eldhnattarins, en hin 102.118 síðar sökum geislavirkni. En eins og kemur fram í frásögninni fundust engin ummerki um skaðvænleg áhrif geislavirkna hjá jesúítunum.

[2] Þetta er ekki rétt, það voru fjórir jesúítar sem dvöldu í prestahúsinu við sprenginguna. Faðir Johannes Siemes S. J. (Jesúítareglan] sem dvaldist í Nagatsuki á þessum tíma ásamt nýnemum segir að þetta hafi verið faðir Schiller, faðir La Salle, superíor, faðir Cieslik og faðir Kleinserge. Þar sem þeir voru allir þýskir höfðu japönsk yfirvöld heimilað þeim að starfa í Hiroshima í stríðinu.

[3]. Faðir Siemes lýsir húsinu svo: „Suðurhlið hússins varð fyrir alvarlegum skemmdum. Engir gluggar eða gluggaumgjarðir eru þar eftir. Krafturinn frá sprengingunni hafði farið í gegnum húsið frá suðaustri, en samt stendur húsið enn. Það er byggt samkvæmt japanskri hefð með trégrind, en bróðir Gropper hafði styrkt það til muna, eins og gert er iðulega við japönsk heimili. Einungis þrjár burðarstoðir í kirkjunni sem er sambyggð húsinu og er trébygging að öllu leyti hafa gefið sig.

[4]. Í þýsku pallborðsumræðunum um sprenginguna víkur faðir Schiller nánar að þessu. Hann segir: „Skyndilega fylltist herbergið af ofurskæru ljósi. Mér datt í hug mikið spennufall eða elding. Því næst heyrðist mikil sprenging. Ég hafði það á tilfinningunni að húsið væri allt saman að springa að neðan. Ég fann hvernig ég þeyttist upp í loftið (in die Luft geworfen) og því næst varð höfuð mitt og háls fyrir þungu höggi. Ég hringsnérist (wirbelte) í loftinu og þeyttist í gegnum vegg eða eitthvað þungt húsgagn. Ég sá ekkert, alls ekki neitt. Ég var blindur í fimm eða tíu mínútur og einnig heyrnarlaus. Að minnsta kosti trúði ég því á þessari stundu. Þá talaði ég við sjálfan mig. Og mér varð ljóst að ég gæti að minnsta kosti heyrt eitthvað. En ég heyrði ekkert hljóð umhverfis mig. Engin hróp á hjálp. Ég hugsaði með sjálfum mér að þetta hefði verið sprengja sem hitti beint í mark (Volltreffer). Ég trúði því að allir aðrir hefðu látið lífið.“

Og faðir La Salle gefur eftirfarandi lýsingu: „Á þessari stundu var ég staddur í prestahúsinu í herbergi mínu á fyrstu hæðinni, um það bil 1300 metra frá miðju sprengingarinnar. Ég stóð við skrifborðið mitt. Þá fylltist herbergið skyndilega af sterku, en undarlegu ljósi. Mér kom síst að öllu atómsprengja í hug, satt best að segja kom engin sprengja upp í huga mér. Síðan var allt hljótt, ekkert barst mér til eyrna. Og þá nokkrum sekúndum síðar virtist allt í kringum mig hrynja (zusammenzubrechen) og allt myrkvaðist.“

[5]. Faðir Siemes lýsir því hvernig hann ásamt fleirum Jesúítum fóru inn í borgina. Í fyrstu voru þeir hálf smeykir við að takast þessa ferð á hendur þar sem þeir óttuðust reiði Japana í garð útlendinga. Jesúítafeðurnir fjórir höfðu leitað skjóls í Asanogarðinum. Hann lýsir ástandi þeirra svo: „Í fjarri hluta garðsins á sjálfum fljótsbakkanum rekumst við á bræður okkar. Faðir Schiffer liggur á jörðinni fölur eins og vofa. Hann er með djúp sár á bak við eyrað og hefur misst svo mikið blóð, að fyllsta ástæða er að óttast um velferð hans. Faðir superíor (La Salle) er með djúpt sár á fótleggnum. Faðir Cieslik og faðir Kleinserge hafa einungis minni háttar skeinur, en eru gjörsamlega úrvinda.

Faðir Siemes vissi hvar bæri að leita þeirra vegna þess að klukkan 4 síðdegis kom guðfræðinemi ásamt tveimur leikskólabörnum sem bjuggu í prestahúsinu á hans fund. Þá höfðu miklir eldar brotist út í borginni. Guðfræðineminn tjáði honum að meðal annars hefði prestahúsið og kirkjan orðið eldinum að bráð og feðurnir hefðu leitað skjóls í Asanogarðinum. Síðar varð þessi guðfræðinemi prestur.

Frekari heimildir:

Frásögnin sem þessi grein er byggð á eftir Dr. Stephen A. Rinehart & Dr. Richard F. Hubbell: http://home.earthlink.net/~fredmarkette/rosarypower.pdf#search='Schiffer%20and%20Hiroshima'
Frásögn föður Johannes Siemes: http://www.wtj.com/archives/hiroshima.htm
Þýsku pallborðsumræðurna: DER DRITTE SPRECHER:
Pater Lasalle, ein Westfale, Superior der jesuitischen Missionsstation von Hiroshima, war nach dem Frühstück in sein Zimmer gegangen.
PATER LASALLE:
Ich befand mich gerade im Pfarrhaus in meinem Zimmer im ersten Stock, etwa 1.300 Meter vom Zentrum entfernt. Ich stand an meinem Tisch. Dann war das Zimmer plötzlich von einem starken, aber weichen, merkwürdigen Licht erfüllt. Ich dachte nicht an eine Atombombe, ich dachte überhaupt nicht an irgendeine Bombe; denn ich hörte nichts, keinen Schall - nichts. Und dann, einige Sekunden später, schien alles über mir zusammenzubrechen, und alles war dunkel.
DER DRITTE SPRECHER:
Der Jesuitenpater Schiffer, der aus dem Rheinland stammt, hatte sich kurz vorher ins Lesezimmer begeben und las die japanische Morgenzeitung.
PATER SCHIFFER:
Plötzlich lag das ganze Zimmer in einem grellen, blendenden Licht. Ich dachte an einen großen
Kurzschluß oder einen Blitz. Und dann gab es plötzlich eine gewaltige Explosion. Ich hatte das Gefühl, als ob das ganze Haus von unten her explodierte. Ich fühlte mich in die Luft geworfen, und gleichzeitig bekam ich einen schweren Schlag auf den Kopf und den Hals. Und
dann wirbelte ich in der Luft umher und flog gegen eine Wand oder ein schweres Möbelstück. Ich sah nichts, überhaupt nichts. Fünf bis zehn Minuten war ich blind und auch taub. Wenigstens glaubte ich das damals. Aber dann habe ich zu mir selbst gesprochen. Und ich erkannte: Ich konnte doch noch was hören. Aber es war kein Laut rundherum. Keiner schrie um Hilfe. Ich dachte an einen Volltreffer. Ich glaubte, alle anderen seien tot.
Bók um sama efni á Amazon.com: John Hersey, Hiroshima

9 athugasemdir

Óli Gneisti Sóleyjarson

Sæll Jón Rafn, mætti ég biðja um einhverja heimild fyrir þessari sögu. Ég reyndi að senda tölvupóst á þennan Richard en ég fæ bara villuboð þegar ég sendi á þetta póstfang.

25.02.06 @ 02:50
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Sæll Óli.
Ég las þessa frásögn fyrst í gamla daga niður í Þýskalandi í bók sem ég er löngu búinn að gleyma hvað hét þar sem faðir Schiffer lýsti þessari reynslu sinni.

Já, sagan er merkileg. Líttu á

http://www.pdtsigns.com/hirosh.html
http://members.tripod.com/~Emmaus1/hiroshima.html
http://holysouls.com/sar/rosarymiracle.htm

25.02.06 @ 09:01
Óli Gneisti Sóleyjarson

Það er hvergi á þessum síðum vísað á neinar heimildir. Eru ekki til neinar samtímasagnir.

25.02.06 @ 16:18
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Líttu á:

http://holysouls.com/sar/rosarymiracle.htm

Annars er nóg að slá in nafnið Hubert Schiffer jesuit
og þá finnurðu heilmikið á öllum vöfrum.

25.02.06 @ 16:40
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég fór inn á þýska netið seinni partinn í dag þar sem ég fann pdf skjal yfir pallborðsumræður milli föður Schiffers, föður La Salle, Isamu Kamie, frú Kitayama, Captain Roberts Lewis, dr. Hachiya og dr. Sasada um sprenginguna. Þar staðfesta þeir báðir frásögnina hér að ofan. Lewis var flugstjóri B-29 vélarinnar sem varpaði sprengjunni. Mun vinna úr þessu um helgina þar sem lýsingin kemur frá beinni hendi. Ítarlegasta frásögnin af heildarástandinu er vafalaust frásögn föður Johannes Siemes SJ, en hann dvaldi með nýnemum úr reglunni í Nagatsukit sem er í tveggja kílómetra fjarlægð frá Hiroshima. Hann tók saman ítarlega frásögn sem hann afhenti síðan Franklin Corley biskup sem kom til Hiroshima í september 1945 með hersveitum Banadaríkjamanna.

25.02.06 @ 18:59
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Við getum öll dregið mikinn lærdóm af atburðum líkt og átti sér stað í Hiroshima. Hér vík ég einungis að einni hlið þessa máls. Í frásögn föður Johannes Siemes kemur vel fram sú ringulreið sem ríkti í borginni og hann segir að fólk hafi fyrst og fremst hugsað um sjálft sig eða eigin fjölskyldu. Margir Japananna urðu snortnir af yfirvegaðri framkomu feðranna sem þegar í stað hófu að hjálpa hinum nauðstöddu. Margir snérust til kristni af þessum sökum.

Sjálfir höfum við Íslendingar í vissum skilningi átt okkar „Hiroshima,“ það er að segja Vestmannaeyjargosið sem hófst þann 23. janúar 1973. Þá var öllum íbúunum bjargað til lands á um fimm tímum að næturlagi. Sjálfur vann ég í „gosgenginu“ um nokkra vikna skeið. Nokkur hundruð manns, karlar og konur, unnu þar við að bjarga því sem bjargað varð. Það sem mér er efst í minni er kyrrðin og yfirvegunin. Engin sýndi nein óttamerki og allt gekk hljóðlega fyrir sig. Mér er minnistætt hversu allt gekk hljóðlega fyrir sig í matsalnum í Gagnfræðaskólanum þegar neyðarútköllin komu. Þau gengu hljóðlega á milli manna, án þess að matfriður hinna væri truflaður. Og maturinn, hvílíkt lostæti. En í dag furða ég mig á því hvernig kokkurinn okkar og stelpurnar gátu framleitt þetta lostæti. Aldrei hef ég smakkað jafn góða soðna ýsu, ég tala ekki um lúðuna.

Allir voru reiðubúnir til að rétta öðrum hjálparhönd og ég veit að margir þeirra góðu pilta sem þar störfuðu voru trúaðir, þrátt fyrir að þeir flíkuðu ekki trú sinni daglega. Flestir tilheyrðu vitaskuld Þjóðkirkjunni, en þeir brugðust við eins og sjómennirnir fimm nokkrum árum síðar þegar bát þeirra hvolfdi við Vestmannaeyjar. Þeir fóru saman með Faðirvorið áður en þeir köstuðu sér í ískaldan sjóinn. Einn synti til lands, en hinir til himna. Þetta er munurinn á kristnu samfélagi og heiðnu: KRISTSBLESSUNIN.

Nú sækja misvitrir menn að þessari samfélagsgerð þar sem þeir telja sig geta boðið upp á eitthvað betra í „alvisku“ sinni. Og dansinn í kringum gullkálfinn er trylltur, það er rétt. Í bæn opinberar Heilagur Andi mér djöflafylki gimsteinadjöflanna. Þeir eru undarlega grænir, hálf gegnsæir og geisla út frá sér helkulda. Þetta eru stöðudjöflar, það er að segja færa sig ekki mikið úr stað. Ósjálfrátt minna þeir mig á peðin í Ludó. Þeir standa umhverfis þá sem þegar hafa tryllst til að trylla þá enn meira. Þannig er þessu varið. Biðjum!

Davíð bar gott skyn á þessa djöfla og því sagði hann: Divitiae si affluant, nolite cor apponere (Sl 62. 11), en þetta þýðir: Þótt auðurinn vaxi, þá gefur hjartað því engan gaum.

Fólk bregst við aðsteðjandi vái með ölíkum hætti. Þetta átti við í Darmstadt þegar sprengjunum rigndi yfir borgina. Sumir fylltust hatri í garð óvinarins. Nokkrar þýskar stúlkur komu hins vegar saman og tóku að biðja. Smám saman fjölgaði þeim. Þetta varð upphafið að klausturreglu Maríusystranna lútersku sem hafa komið nokkuð reglulega í heimsókn til Íslands í gegnum árin. Þannig uxu þær í elsku Krists og hafa orðið tugþúsundum til hjálpar.

26.02.06 @ 10:47
Óli Gneisti Sóleyjarson

Þessir vísindamenn sem hafa verið að rannsaka þetta atvik, hvar hafa þeir birt niðurstöður sínar?

26.02.06 @ 23:18
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þú hefur séð hér að ofan lýsingar þeirra manna sem upplifðu þetta. Ég veit ekki hvað er að vefjast fyrir þér. En að sjálfsögðu er hverjum og einum heimilt að trúa þessu eða hafna.

27.02.06 @ 08:22
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég varð afar undrandi að sjá að klaustur það sem hl. Maximillian Kolbe stofnaði í Nagasaki og helgaði hinum Flekklausa getnaði stóð eftir atomsprengjuna í borginni. Nagasaki var fyrrum höfuðmiðstöð kaþólskra í Japan og fjölmargir píslarvottar voru krossfestir þar fyrr á öldum. En margir kaþólskir létu lífið í sprengingunni (um 9.300). Ætla að reyna að finna gögn um þennan atburð. Hafði aldrei heyrt þetta fyrr en ég tók að kynna mér betur sprengingu Hiroshima.

SJÁ TENGILL

ANNAR TENGILL

28.02.06 @ 17:09