« Enginn vildi réttlætiHvað hefur þú gert í dag ástin mín? »

16.03.06

  19:10:55, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 133 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Kraftaverk

Til er saga um mann, sem hafði verið mikill drykkjumaður, en í lok gerðist trúmaður og reglumaður um leið.

Nokkrum mánuðum síðar mætti hann gömlum drykkjufélaga sínum.

"Nú ert þú víst orðinn svo trúaður, að þú trúir á kraftaverk", sagði hann háðslega.

"Já, ég trúi á kraftaverk", svaraði hinn.

"Þú getur þá líklega skýrt það út fyrir mér, hvernig Jesús breytti vatni í vín, í Kana."

Hinn svaraði: "Jesús er Guð og Guð getur gert svona. En gerðu svo vel að ganga heim með mér. Þá skal ég sýna þér annað kraftaverk, sem hann hefur gert. Jesús hefur breytt áfengi í húsgögn, góð föt og hamingjusama fjölskyldu."

No feedback yet