« Ljósið sem hún kveikti í lífi mínu logi ennþáHvers vegna skildu svo fáir Jesú? »

31.03.06

  19:24:51, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 225 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Koma Krists færði þeim frið og góðvild

Jólakvöld, árið 1914, á fyrsta ári heimsstyrjaldarinnar fyrri, lagðist einkennileg kyrrð yfir vesturvígstöðvarnar. Hermennirnir í einni skotgröfinni voru að tala um það hvað þeir væru að gera ef þeir væru heima hjá fjölskyldum sínum um jólin.

Eftir svolitla stund heyrðu þeir söng óma frá óvinaskotgröfunum. Allir hlustuðu. Þetta var jólasálmur! Þegar honum var lokið fóru þessir hermenn líka að syngja jólasálm. Seinna þegar hópur hermanna fór að syngja sálminn "Hljóða nótt", tóku andstæðingarnir undir og hundruðir radda sungu saman á tveimur tungumálum!

"Einhver er að koma!" hrópaði hermaður. Og það reyndist rétt. Hermaður úr óvinahernum var að koma. Hann gekk mjög hægt, veifaði hvítum klút með annari hendinni en hélt á súkkulaðistykkjum í hinni. Hægt og rólega fóru menn að koma upp úr skotgröfunum og heilsa hver öðrum. Þeir deildu með sér súkkulaðinu og tóbaki. Þeir fóru að sýna myndir af ástvinum sínum heima. Þeir skipulögðu meira að segja fótboltaleik.

Þetta jólakvöld var það koma Krists sem megnaði að færa þessum hermönnum frið og góðvild hver í annars garð.

No feedback yet