« Páfagarður gleðst yfir því að Evrópuþingið hafnaði líknardrápiAf villu og sannleika »

29.02.12

  12:07:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 133 orð  
Flokkur: Bænamál, Trúarleg ljóð JVJ

Kom þú, Faðir

 

Komdu hér, Faðir, og faðma mig

í faðminum þínum hlýja.

Gefðu mér ást að elska þig –

þú ávallt býður mér fría

náð þína nýja.

Láttu mig aldrei ásjónu þína flýja!

 

Lygi og synd mig leystir frá

þú lausnarinn, Jesú kæri.

Ef þú ert mínum anda hjá,

ég öðrum þjóna sem bæri.

Þín náð mig næri !

Af fordæmi þínu fagra breytni ég læri.

 

Þú ert í lífi líknarráð,

ég lofa þá blessun þína.

Allt hefur skapað nýtt þín náð,

þú neyðina þekktir mína.

Úr skýjum skína

geislar sem sendir Guð á ástvini sína.

 

Loks er ég halla í hinzta sinn

höfði, ég bið þig veita

að líti ég dýrðarljómann þinn,

það ljós, er mun öllu breyta

í hamingju heita.

Láttu mig ætíð ásjónu þinnar leita!

 

Áður birt í Kirkjuritinu, 3.-4. hefti 1984, og í Heimilispóstinum, XXI/i-ii (1985)

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution