« Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (12)Staðreyndir um áhættuna sem fósturdeyðingar hafa fyrir táningsstúlkur »

28.02.07

  09:08:41, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1587 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Klámvæðing stúlkubarna – eftir föður John Flynn

RÓM 27. febrúar 2007 (Zenit.org).– Óheilbrigð klámvæðing setur ungar sem eldri stúlkur í sífellt meiri hættu eru niðurstöður skýrslu sem gefin var út þann 19. febrúar s. l. á vegum American Psychological Association (APA). Skýrslan sem heitir „Report of the APA Task Force on the Sexualization of Girls," eru niðurstöður rannsókna á efni og áhrifum ýmsra fjölmiðla: Sjónvarps, tónlistarmyndbanda, sönglagatexta, tímarita, kvikmynda, tölvuleikja og Internetsins.

Rannsóknarhópurinn kannaði einnig áhrif auglýsingaherferða sem beinast að stúlkum.

„Við höfum nægileg gögn í höndum til að segja að kynvæðingin hefur neikvæð áhrif á ýmsum sviðum, bæði hvað áhrærir huglæga afstöðu, líkamlegt og sálrænt heilsufar og heilbrigða þróun kynlífsins,“ segir dr. Eileen Zurbriggen, stjórnandi rannsóknarhópsins og prófessor við sálfræðideild „The University of California,“ Santa Cruz, á blaðamannafundi í kjölfar útkomu skýrslunnar.

Klámvæðingin veldur erfiðleikum í öllum aldurshópum segir í skýrslunni, en bætir við að þetta eigi einkum við yngri aldurshópana. Það er ekki auðvelt að öðlast kynþroska á fullorðinsárum er viðurkennt í skýrslunni, en hún bætir við að þegar ungar stúlkur og táningar eru hvattir til að vera kynæsandi, án þess að vita nægilega mikið hvað felst í slíku, þá verður málið enn flóknara.

Áhrif fjölmiðla

Skýrslan vitnar til fjölda rannsókna þar sem tíundaður er sá tími sem varið er til fjölmiðlanotkunar. Samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum ver meðalbarnið eða táningurinn þremur klukkustundum daglega til að horfa á sjónvarp. Þegar allur sá tími sem hins vegar er varið í fjölmiðlun er áætlaður kemur í ljós að börn eru berskjölduð gegn einhvers konar fjölmiðlun: Sjónvarpi, tölvuleikjum, tónlist og svo framvegis sem hjá sumum börnum nemur allt að sex stundum daglega.

Rannsókn sem gerð var 2003 greindi frá því að 68% barna hafa sjónvarp í svefnherbergjum sínum og að 51% stúlkna spiluðu gagnvirka leiki á tölvur sínar og leikjaskjái. Bæði stúlkur og drengir verja um klukkustund daglega við tölvur sínar, á vefnum, til að hlusta á tónlist, heimsækja spjallrásir, taka þátt í leikjum eða skiptast á sendiboðum við kunningja sína.

Í skýrslu „The American Psychological Association“ má lesa: „Í sjónvarpinu blasir heimur við ungum áhorfendum sem er að mestu karllægur, einkum í þáttum sem gerðir eru fyrir æskufólk og þar sem hið kvenleg einkenni er með áberandi hætti gerð aðlaðandi og stúlkur klæddar ertandi klæðum.“

Stór hluti tónlistarmyndbanda fela í sér kyntákn og kvenfólk er iðulega sýnt í ertandi og djörfum klæðum. Skýrslan tekur fram að listafólk úr hópi kvenna er sýnt með þeim hætti, að megináherslan er ekki á hæfileikana eða tónlistina, heldur á líkamann og kynþokkann. Skýrslan kemst að þeirri niðurstöðu að það sem býr að baki felist í því að vera aðlaðandi kyntákn.

Hvað áhrærir dægurlagatextana sjálfa harma APA rannsóknarmennirnir að ekki sé fyrirliggjandi nein nýleg greining á kynferðislegu inntaki þeirra. Í skýrslu sinni tilgreina þeir þó fjölda dæma um það hvernig textinn í nokkrum nýlegum vinsælum lögum gera konur að kyntáknum eða skírskota til þeirra með niðurlægjandi hætti.

Þegar kemur að breiða tjaldinu tilgreinir skýrslan skort á kvenhlutverkum í þeim kvikmyndum sem njóta mestra vinsælda. Ein rannsókn á 101 vinsælustu kvikmyndunum frá 1990 til 2004 leiðir í ljós, að af meira en 4000 hlutverkum í þessum myndum voru 75% þeirra karlahlutverk, 83% hópmynda voru af körlum, 83% þulanna voru karlar og 72% þeirra sem tóku til máls voru karlar: „Þessi mikli skortur á konum og stúlkum í myndum sem fjalla með vinsamlegum hætti um fjölskyldulífið leiðir í ljós glötuð tækifæri til að sýna stúlkur og konur í víðara samhengi í hlutverkum sem koma kynlífinu ekkert við.“

Vafasöm áhrif

Táningablöð eru annar mikill áhrifavaldur á ungar stúlkur sem eldri. Skýrslan skírskotaði til nokkurra rannsókna hvað varðar innihald blaðanna og telur að boðskapur þessarar útgáfustarfsemi sé „að meginhlutverk kvenna eigi að felst í kynferðislegu aðdráttarafli og vekja þannig athygli karlmanna.“

Það er erfitt að festa hendur á því gífurlega magni efnis sem fáanlegt er á Internetinu, en rannsóknarmenn APA vitnuðu í rannsókn á vefsíðum sem iðulega laða að sér stúlkur: Síður aðdáenda frægra karla og kvenna. Greining á innihaldi þeirra leiddi í ljós, að mun líklegra væri að frægt kvenfólk væri kynnt með kynferðislegum ímyndum, óháð því hvort vefsíðan væri opinber eða á vegum aðdáenda.

Auglýsingar er annað mikilvægt svið kynvæðingar kvenna. Auk þess tekur rannsóknin fram að kannanir leiði í ljós vaxandi tilhneigingu til að sýna konur með djörfum eða kynæsandi hætti. Þetta er komið á það stig, bætir hún við, að stúlkur í tælandi stellingum eru notaðar til að draga að karlmenn.

Nýlega hafa fjölmargir athugendur vakið á því athygli að leikfangamarkaðurinn hefur einnig orðið fyrir áhrifum kynvæðingarinnar. APA rannsóknarmennirnir lýstu því yfir að þeir hefðu áhyggjur af því að vinsælar dúkkur fyrir stúlkur frá 4 til 8 ára aldurs eru iðulega klæddar í kynæsandi föt.

Sömu þróunarinnar gætir í klæðaburði. Sífellt yngri stúlkur eru hvattar til að klæðast fötum til að vekja athygli á kynþokkanum. Snyrtivörur eru einnig markaðssettar fyrir stúlkubörn.

Allir stuðla þessir áhrifavaldar að því að skapa vandamál fyrir stúlkubörn. APA skýrslan fullyrðir að kynvæðingin sé nátengd þremur algengustu ástæðum geðrænna raskanna stúlkna og kvenna: Átröskun, lágu sjálfsmati og þunglyndi.

Rannsakendurnir bættu við að sannanir lægju fyrir sem leiddu í ljós að kynvæðing stúlkna og þær neikvæðu tilfinningar sem af því hlytust hvað áhrærir eigin líkama, geti orsakað vandamál í kynlífinu á fullorðinsárum. Þeir bentu á að þetta væri samofið því að hefja æskuna á stall sem eina góða og fagra æviskeiðið. Núverandi bylgja yngingarlyfja og fegrunaraðgerða sé ein af afleiðingum þessarar fegurðarviðmiðunar.

Sigur gagnvart farsímanum

Það er ekki auðvelt að standast ofuráherslur kynvæðingarinnar, en í Kanada sigraði þó siðprýðin eina orrustu. Í janúar hóf annað stærsta símafyrirtækið í Kanada, Telus, að bjóða viðskiptavinum sínum klámmyndir og vídeóklippur. Fyrirtækið sem staðsett er í Vancouver sætti harðri gagnrýni af hálfu Raymond Roussin erkibyskups: „Ákvörðun Telus veldur sárum vonbrigðum og er verulegt áhyggjuefni,“ sagði hann í yfirlýsingu þann 12. febrúar s. l.

Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út fjórum dögum síðar ásakaði erkibyskupinn í Vancouver fyrirtækið um að skaða samfélagið í sókn sinni eftir ágóða í klámvæðingariðnaðinum.

Erkibyskupinn krafðist klámlausrar farsímaþjónustu. Hann lýsti því einnig yfir að hann beindi þeirri ósk til kaþólskra kirkna og skóla að endurnýja ekki samninga sína við símafyrirtækið Telus. Auk þess hvatti hann alla kaþólikka og meðvitaða Kanadamenn um að hafa samband við símafyrirtæki og tjá áhyggjur sínar vegna klámvæðingar farsímaþjónustu.

Þann 21. febrúar s. l. tilkynnti svo Telus að það hefið hætt við „fullorðinsþjónustu“ sína. Samkvæmt frétt í kanadíska dagblaðinu „Globe and Mail“ greindi fyrirtækið frá því að því hefð borist hundruðir kvartana frá viðskiptavinum sínum.

Roussin erkibyskup lýsti yfir ánægju sinni með þróun mála í yfirlýsingu sama dag: „Við erum tekin að gera okkur ljóst hversu alvarlegar afleiðiðingar kynvæðingin og klámiðnaðarins eru,“ komst hann að orði.

Benedikt páfi XVI lýsti nýlega einnig yfir áhyggjum sínum vegna þróunar afþreyingariðnaðarins. Í boðskap sínum til „the World Communication Day“ sem haldinn verður 20. maí næstkomandi benti páfinn á tilhneiginguna til að hefja ofbeldi og afskræmingu kynlífsins á stall.

Páfi skrifaði: „Fegurðin, sem er eins konar spegill hins guðlega, er ungum hjörtum innblástur og og líf, jafnframt því sem ljótleikinn og grófleikinn hefur niðurdrepandi áhrif á alla framkomu og afstöðu“ (gr. 2).

Kirkjan hefur iðulega verið sökuð um það á röngum forsendum að hún sé gagntekin að kynlífi af hálfu menningarfrömuða nútímans. Sannleikurinn er sá að það eru samfélög nútímans sem eru þjökuð af þessari áráttu meðan kirkjan stendur vörð um virðingu og fegurð hinnar mennsku persónu.

ZE07022628/JRJ

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Það segir sína sögu að slíkar fréttir birtast ekki í íslenskum fjölmiðlum, heldur einungis á vefsvæðum áhugamanna um slík þjóðfélgasmál.

Í ljósi þess glæsilega árangurs sem íslenskir feministar náðu í s.l. viku með því að koma því til leiðar að klámkóngunum var úthýst, má vænta þess að konurnar og stuðningsmenn þeirra láti hér ekki staðar numið.

Íslensk símafyrirtæki „skófla“ inn ótöldum milljónum árlega á klámvæðingu konunnar og með því að niðurlægja hana.

Ein klámsíða á Íslandi – klam.is – hefur einnig tekið að breiða út þetta ófagnaðarerindi mannfyrirlitningar.

Samkynhneigðir hafa náð þeim áfanga að „kynna“ börnum allt niður í tveggja ára aldur áhugamal sín á leikskólum.

Er ekki kominn tími til að þjóðin segi NEI!

LÁTIÐ B0RNIN OKKAR Í FRIÐI Á SAKLEYSISÁRUM BERNSKUNNAR!

28.02.07 @ 09:54