« Guð er ætíð í morgunskímu hverrar gleðistundarHvar stöndum við Íslendingar varðandi líðan barna? »

20.02.07

  17:09:22, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 218 orð  
Flokkur: Pjetur Hafstein Lárusson

Klámþing á Íslandi?

Er í lagi, að halda klámþing á Íslandi? Það finnst þeim í klámbransanum a.m.k. En erum við Íslendingar sammála? Vonandi ekki. Klám er ekki aðeins lágkúrulegt fyrirbæri í sjálfu sér; í skjóli þess þrífast eiturlyfjaviðskipti og þrælasala.

Það er með öðrum orðum hluti mjög alvarlegrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi, sem vissulega teygir anga sína hingað til lands. Þannig eru t.d. ekki nema nokkrir dagar síðan austurríska lögreglan kom upp um alþjóðlegan barnaklámhring á netinu og reyndust þrír Íslendingar aðilar að því.

Femínistar hafa bent á að þetta þing, með viðeigandi klámmyndatöku, verði haldið á alþjóðadegi kvenna, 8. mars. Vissulega er það frekar nöturleg tilviljun. Þó er það að mínu mati ekkert aðalatriði; klám er jafn slæmt, hvaða dag ársins sem það fer fram, auk þess, sem konur eru ekki einu fórnarlömbin. Það svertir alla, sem nálægt því koma.

Klám er bannað samkvæmt íslenskum lögum. Vonandi verða yfirvöld þess minnug um leið og klámliðið lætur sjá sig á flugvellinum.

Pjetur Hafstein Lárusson.

Færslan birtist áður á bloggsíðu Pjeturs: http://hafstein.blog.is

No feedback yet