« Fjölkynngi ber að fordæmaVændi er félagsleg plága »

11.05.06

  19:38:39, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 249 orð  
Flokkur: Forvarnir

Klám er alvarleg synd

Yfirvöld eiga að koma í veg fyrir framleiðslu og dreifingu kláms

Í nýlegri könnun sem Barnaverndarstofa og Rannsóknir & greining kynntu 6. maí sl. kom m.a. fram að:

..ástæða [væri] til að hafa áhyggjur af mikilli klámneyslu drengja á framhaldsskólaaldri, en fram kemur að um 37% þeirra horfðu á klámefni oftar en þrisvar sinnum í viku. Könnunin gefur vísbendingar að þessi notkun á klámi geti haft afgerandi áhrif á viðhorf ungmenna til heilbrigðs kynlís.[1]

Í Trúfræðsluriti kaþólsku kirkjunnar er komist svo að orði um klám:

Klám felst í því að raunverulegur eða sviðsettur kynferðislegur verknaður er slitinn frá því að vera persónulegt samneyti hluttakenda og hann sýndur af ásetningi þriðja aðila. Klám brýtur gegn hreinlífi vegna þess að það afbakar hjúskaparfarið, hina nánu samkennd sem hjónin gefa hvort öðru. Það skaðar alvarlega reisn þeirra sem þar koma nærri (leikendur, söluaðilar og almenningur) þar sem hver þeirra verður öðrum tilefni lítilmótlegrar skemmtunar og ólöglegs hagnaðar. Það fær alla sem það eru viðriðnir til að sökkva sér í heim draumóra og tálsýnar. Það er alvarleg synd. Opinber yfirvöld eiga að koma í veg fyrir framleiðslu og dreifingu kláms. [2]

[1] Vefur Barnaverndarstofu. http://www.bvs.is
[2] Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar. Grein 2354. http://mariu.kirkju.net

No feedback yet