« Vitnisburður með jákvæðri sköpun lífins og gegn dauðamenningunni | 30. ártíð Hinriks biskups Frehen » |
Dagvillumaðurinn
dettur hér glaður inn,
kærrar kirkjunnar son,
kallast J. V. Jensson.
Hyggur á helgistund,
hreinsast þar, sáttur í lund.
Hlýðir á sálmasöng
sætan, er fólksins þröng
altarið nálgast, nú
náðina þiggur í trú.
Hver þá með sjálfum sér
sæll með bænamál fer,
klerkur unz kveður, ber
krossmark að enni þér,
bræðurna yrðir á
upplífgast vinir þá.
Safnaðar halda í hús,
hver og einn næsta fús;
kaffi og kökur á borðum,
kliður af vinsemdarorðum.
Fólkið af framandi slóðum
fagnaði deilir hér góðum.
Blandast þar bræður og systur,
barnsvanginn stundum kysstur.
Biskup, sem ver gegn villum,
helgaðan loks við hyllum.
Síðustu athugasemdir