« Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (8) | Sósíalistar við sama heygarðshornið að vanda: Forsetaframbjóðandi sósíalista í Frakklandi heitir því að lögleiða líknarmorð » |
Þann 22. febrúar 1931 opinberaðist Jesú systur Faustínu í Plock í Póllandi. Hann var íklæddur hvítum kyrtli og hann hóf aðra hendina upp í blessunarskyni, en hinni þrýsti hann að brjósti sínu. Frá kyrtlinum streymdu tveir ljósgeislar: Annar hvítur, hinn rauður.
Systirin leit á Jesús í þögn og heyrði hann bera upp eftirfarandi bón: „Þú verður að gera málverk samkvæmt þessari fyrirmynd með áletruninni: Jesús, ég treysti þér. Í fyrstu vil ég að þessi mynd verði heiðruð í kapellu þinni og síðan um allan heiminn. Ég gef þetta fyrirheit: Það hjarta sem heiðrar þessa mynd mun ekki fyrirfarast.“
Geislarnir tveir tákna vatnið og blóðið sem streymdi úr síðusári Jesú við spjótslagið á Hauskúpuhæðinni. „Þetta vatn og þetta blóð eru tákn skírnarinnar og Evkaristíunnar. Kirkjan varð til sökum þessara tveggja sakramenta, í þessari laug endurfæðingarinnar og endurlífgunarinnar í Heilögum Anda. Tákn skírnarinnar og Evkaristíunnar komu úr síðu minni.“
Kristur myndaði kirkjuna þannig úr síðu sinni, rétt eins og hann myndaði Evu úr síðu Adams . . . Hann tók það úr síðu Adams sem hann þarfnaðist til að mynda konuna. Þannig gaf Kristur okkur blóðið og vatnið úr síðu sinni til að mynda kirkjuna. Rétt eins og þetta gerðist í hrifum djúps svefns hvað áhrærði Adam, þá var það ekki fyrr en eftir dauða Krists sem hann færði okkur blóðið og vatnið í hendur. Dauði hans var honum sem hrifin voru Adam og þannig vitið þið að dauðinn er ekkert annað núna en djúpur svefn.“
Úr dagbók hl. Faustínu Kowalska.
Myndina má meðal annars sjá í kapellu Karmelklaustursins í Hafnarfirði með íslenskri
áletrun