« Skoskur kardínáli varar við stofnfrumufrumvarpi á YouTubeMisskilningur fjölmiðla í viðtalinu við Girotti erkisbiskup »

27.03.08

  20:25:27, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 135 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Kínverskir embættismenn staðfesta viðræður við Páfagarð

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að talsmenn kínverskra stjórnvalda hafi staðfest að þeir eigi í viðræðum við Páfagarð með það að markmiði að bæta sambandið og koma á stjórnmálasambandi. „Kínverjar setja tvö skilyrði. Áður en unnt verði að koma á stjórnmálasambandi verður Vatíkanið að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan og viðurkenna rétt Kínverja til að stjórna aþjóðasamskiptum kaþólsku kirkjunnar þar“. Í fréttinni kemur fram að Páfagarður sé reiðubúinn að slíta stjórnmálatengsl sín við Taívan en geti ekki sætt sig við yfirráð „aðila sem hefur verið þröngvað upp á“ kirkjuna.

Kaþólska kirkjublaðið 18. árg. 4. tbl. bls. 8.

No feedback yet